Faxastígur 15, 900

Verð 65,9
Stærð 224
Tegund Einbýli
Verð per fm 294
Skráð 1.3.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1919
mbl.is 1228083

Halldóra Kristín Ágústsdóttir löggiltur fasteignasali sími 8611105- dora@husfasteign.is og Hús fasteignasala kynna í einkasölu: Faxastíg 15  í Vestmannaeyjum sem er  fallegt  einbýlishús á góðum stað miðsvæðis í bænum.  Húsið er byggt úr timbri árið 1919 og er 224,4 fm2.  Þar af er útihús 45 fm2 sem var byggt árið 1920, þar væri möguleiki á að gera litla íbúð til útleigu.
Stétt er stimpluð, pallur,  góður gróinn og vel hirtur garður í suður. Stutt í miðbæinn og Barnaskólann. Glæsilegt útsýni! Húsið hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár en haldið hefur verið í gamla stílinn þar sem t.d upprunalegar gólffjalir sem hafa verið pússaðar fá að njóta sín. Einstök og falleg eign sem hefur fengið gott viðhald gegnum árin, aðeins tveir eigendur.

Endurbætur: Árið 2000 var húsið einangrað og klætt með lituðu áli.  Þakið var klætt með tjörupappa og áli.  Nýjir gluggar voru settir í austur og suður hlið.  Byggt var við eldhúsið og sólskála bætt við ofan á gamla vatnsbrunn. Veröndin á annari hæð byggð við og stétt steypt á jarðhæð með stimpilsteypu. Gerð var geymsla í gamla vatnsbrunninum. Allt rafmagn var endurnýjað árið 2002.   Húsið var allt málað í fyrra og gert við steypuskemmdir.
Árið 2015 var útihúsið einangrað og klætt að innan. Nýjir gluggar og hurðir. Nýtt rafmagn. Parket á gólf og gólfhiti . Lagnir fyrir vatn lagt inn í húsið og skólp að útvegg. 

BÓKIÐ SKOÐUN á netfangið dora@husfasteign.is eða í síma 8611105

Nánari lýsing: 
Aðalhæð: Gengið inn frá veröndinni
Inngangur: Timbur á gólfi, veggir klæddir með hvítum panil
Forstofa:  Flísar á gólfi, upprunalegur timburstigi með kókosteppi upp á efstu hæð
Gangur:  Timburfjalir á gólfi 
Eldhús: Timburfjalir á gólfi, snyrtileg eldri innrétting sem hefur verið máluð, búið er að byggja við eldhúsið og setja kósy sólskála, bæsað timbur á veggjum, útgengt á verönd
Stofa: Timburfjalir á gólfi, björt og rúmgóð, var áður 2 herbergi, panill á veggjum
Borðstofa/stofa/herbergi:  Timburfjalir á gólfi, panill á veggjum
Herbergi: Timburfjalir á gólfi

3. hæð - Góð lofthæð er í öllu risinu, rýmið nýtist vel
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, 2 samliggjandi herbergi sem má skipta í svefnherbergi og fataherbergi.  Geysmla undir súð
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, bjart og rúmgott
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, minna herbergi, hægt að nýta sem ungbarnaherbergi/skrifstofu, geymsla undir súð
Gangur: timburflair á gólfi
Baðherbergi: Dúkur á gólfi, vaskur, innrétting, wc, sturta sem var sett upp 1999 með nýjum lögnum og forhitara.


Kjallari: Gengið inn úr garði
Forstofa: 
Flísar á gólfi, upprunalegur stigi upp á 2. hæð
Baðherbergi: Flísar á gólfi, flísar og parket á veggum, nuddbaðkar, opnanlegir gluggar, vaskur með innréttingu, upphengt wc, allt endurnýjað árið 2015
Herbergi: Parket á gólfi, skápur
þvottahús: Flísar á gólfi, mjög rúmgott, þrefaldir skápar, opnanlegur gluggi
Geymsla í gamla brunninum: Flísar á gólfi, góð geymsla með innbyggðum hillum og vinnubekk

Útihús: 
Húsið er 45 fm2 og var allt tekið í gegn árið 2015, það var einangrað og klætt að innan, nýjir gluggar og hurðir, rafmagn, lagnir og skólp endurnýjað, hiti í gólfi, nýtt parket. Hægt að nýta sem geymslu, frístundaherbergi eða sem litla íbúð til útleigu.



Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31