Engihjalli 9, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 4 daga á skrá

Verð 28,5
Stærð 97
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 293
Skráð 1.2.2016
Fjarlægt 5.2.2016
Byggingarár 1978
mbl.is

Miklaborg kynnir: fjögurra herbergja íbúð á níundu hæð í lyftuhúsi við Engihjalla í Kópavogi. Eignin er skráð samtals 97,4 fm. Eldhús og baðherbergi hafa nýlega verið endurnýjuð. Tvennar svalir eru í íbúðinni og útsýni er gott.

NÁNARI LÝSING: 

Inngangur er sameiginlegur en alls eru 60 íbúðir í húsinu. Komið er inn í forstofugang sem tengir saman öll helstu rými íbúðarinnar. Baðherbergi og svefnherbergi eru til vinstri en stofa og eldhús beint áfram og til hægri.

Svefnherbergin eru þrjú talsins, rúmgott hjónaherbergi og tvö önnur minni barnaherbergi. Það vantar hurð á eitt minna herbergið. Baðherbergið er flísalagt á gólfi og veggjum, með nýlegu salerni, hvítri vaskinnréttingu og stórum sturtuklefa. Veggur skilur að stofu/borðstofu og eldhús sem þó er opið í báða enda. Eldhúsið hefur verið endurnýjað nýlega, með góðum innréttingum, helluborði, bakaraofni og háfi. Svartar flísar á gólfi og á milli borðplötu og efri skápa. Tvennar svalir eru í íbúðinni, útgengt er á aðrar frá hjónaherbergi og snúa þær í austur en útgengt er á hinar frá stofu og snúa þær í suðaustur. Útsýni úr íbúðinni er frábært. Ljóst parket er á allri íbúðinni nema baðherbergi og eldhúsi sem eru flísalögð. Eigninni fylgir aðgangur að sameiginlegu þvottaherbergi á hæð, sérgeymsla í kjallara og hlutdeild í öðrum sameiginlegum rýmum.

Eignin þarfnast viðhalds og lagfæringa að innan en göt eru á milli stofu og hjónaherbergis. Merki eru um rakaskemmdir í stofu og lagfæra þarf múr í lofti við svalir bæði úti og inni. Einnig þarf að klára frágang á stokki í svefnherbergi.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess.

Upplýsingar veitir Ásgrímur Ásmundsson hdl. og lögg. fasteignasali í síma 865-4120 eða á netfanginu asi@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41