Sunnusmári 26 (602) þakíbúð, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 41 dag á skrá

Verð 108,9
Stærð 121
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 898
Skráð 20.3.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 2018
mbl.is

Miklaborg kynnir: Glæsilega þakíbúð með stórbrotnu útsýni og lofthæð um 3,20 m. Einstök staðsetning í suð-vestur enda hverfisins með óhindruðu útsýni til vesturs þar sem nýtur kvöldsólar og sólarlagið er magnað. 16,3 fm þaksvalir vesturs. Stórir gluggafletir og gott skipulag. Sérmerkt stæði í bílageymslu. Stór stofa, tvö stór svefnherbergi, gott baðherbergi og þvottahús innan íbúðar. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s;773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Komið er í rúmgott  anddyri  með góðum skápum, það opnast inn í glæsilegt mjög bjart 51,1 fm alrými sem telur eldhús með eldurnareyju, borðstofu og stofu. Stórir gluggafletir eru á  vesturhliðinni og útsýni stórbrotið til sjávar og fjalla þar með talið að Snæfellsjökli.  Úr alrýminu er gengið út á  flísalagðar   þaksvalirnar sem eru 16,3 fm. 

Eldhúsið er glæsilegt með góðu skápaplássi og kvartssteini í borðum.  Innbyggð uppþvottavél frá Miele fylgir og vandaður innbyggður ísskápur frá Liebherr.  Allar innréttingar og skápar eru dökkar og glæsilegar frá ítalska framleiðandanum Cubo Design, nema þvottahúsinnréttingar. Span helluborð og blástursofn er frá Miele.  Innst í alrýminu er mjög hlýlegt  sófahorn. Næst er þvottahús með góðri hvítri innréttingu og þar við hliðina mjög rúmgott svefnherbergi, eða 13,2 fm, þar eru góðir fataskápar.    Til móts við forstofu  er baðherbergi með fallegri innréttingu, með kvartssteini  í borðum  og rúmgóðu sturturými.  Loft er niðurtekið. Við hliðina er  hjónaherbergið sem  er rúmgott eða 17  fm með miklum skápum eftir heilum vegg. Baðherbergi og þvottahús eru flísalögð en á öllum öðrum rýmum er fallegt harðparket.

 Íbúðin er með mynddyrasímakerfi og Danfoss forritanlegir ofnahitastillar fyrir snjallsíma. 7,8  fm sér geymsla   í kjallara er inni í birtu flatarmáli íbúðarinnar.Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir, en þar er búið að leggja rafmagn í stæði fyrir rafbílahleðslu. 201 Smári er sérlega vel staðsett borgarhverfi í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins þar sem stutt er í allar stofnbrautir og örstutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í Smáralind. Auk þess sem stutt er í leik og grunnskóla, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu. Sérstaklega falleg og björt þakíbúð með mögnuðu útsýni á þessum vinsæla stað. Allar frekari upplýsingar veitir: Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali s:773-6000 eða thorunn@miklaborg.is

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41