Skyggnisbraut 2, 113

Fjarlægð/Seld - Eignin var 14 daga á skrá

Verð 73,9
Stærð 107
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 691
Skráð 10.11.2022
Fjarlægt 25.11.2022
Byggingarár 2016
mbl.is

Falleg íbúð á góðu verði - Stæði í bílageymslu - Útsýni

Domusnova fasteignasala kynnir fallega og bjarta 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi á Skyggnisbraut 2 í Úlfarsárdal í Reykjavík. Íbúðin er skráð 106.9 fm á stærð og að auki fylgir henni bílastæði í upphitaðri bílageymslu. 

Íbúðin er vel skipulögð og með björtum og rúmgóðum rýmum. Húsið er byggt árið 2016 og flutt inn í íbúðina árið 2018 og því um nýlega eign að ræða. Þá er fallegt útsýni til suð-austurs úr stofu og eldhúsi.

Þetta er falleg eign í nýlegu og spennandi hverfi sem vert er að skoða.


Fasteignamat fyrir árið 2023 er 63.950.000 kr.

Nánari lýsing:


Forstofa: rúmgóð forstofa með fataskáp.
Eldhús: með fallegri innréttingu frá HTH og eyju með góðu skápaplássi, bakaraofn í vinnuhæð, aðstöðu fyrir uppþvottavél.
Stofa: stofa með útgengi út á svalir sem snúa í vestur. Fallegt útsýni frá stofu- og eldhúsgluggum og frá svölunum.
Baðherbergi: rúmgott baðherbergi með sturtu, innréttingu undir vaski og skáp og upphengdu salerni.
Svefnherbergi I: mjög rúmgott með fataskápum.
Svefnherbergi II: með fataskápum.
Svefnherbergi III: með fataskápum.
Þvottahús: Innan íbúðar með flísum á gólfi og með góðum geymsluskáp. Innrétting með skúffum og vask. Gott geymslupláss. 
Geymsla: geymslan er innan íbúðar. Í dag er geymslan nýtt sem sjónvarpsstofa en auðveldlega má setja aftur upp léttan vegg og nýta sem geymslu. 
Hjóla- og vagnageymsla: Sameiginleg í kjallara.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði í bílakjallara. Búið er að draga í rafmagn og gera klárt fyrir uppsetningu fyrir rafmagnshleðslustöð.

Gólfefni í íbúðinni er harðparket nema á votrýmum eru flísar.

Hússjóður:
Hússsjóðsgjald er núna 23.699 kr. Innifalið í hússjóðsgjaldi er almennur rekstur, allur hitakostnaður, allt rafmagn í sameign, þrif sameignar, húseigendatrygging ásamt þjónustukaupum af Rekstrarumsjón vegna reksturs húsfélags.

Hverfið:
Úlfarsárdalur er eitt af  nýjustu hverfum borgarinnar. Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna og í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn, Hafravatn og Hólmsheiðin.
Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi, leikskóla, grunnskóla, frístundaheimili, öflugri félagsmiðstöð, sundlaug og nýju íþróttasvæði FRAM. Þá er von á frekari þjónustu og verslun í hverfið á næstunni.

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu snorri@domusnova.is
Skrifstofa Domusnova í síma 527-1717 eða á netfanginu eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32