Austurvegur 41B, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 42 daga á skrá

Verð 45,7
Stærð 108
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 424
Skráð 20.11.2019
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 2019
mbl.is

Opið hús: Austurvegur 41B, 800 Selfoss, Íbúð merkt: 02 02 06. Eignin verður sýnd laugardaginn 23. nóvember 2019 milli kl. 11:00 og kl. 12:00.

Fasteignasalan Bær kynnir. Austurvegur 41B.  Vönduð, fullbúin og tilbúin til afhendingar íbúð 02-206 er 99,1 fm að stærð og henni fylgir geymsla 02-0019 sem er 8,7 fm að stærð samtals 107,8 fm.  Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni merkt 02-B13.
Íbúðin eru fyrir 50 ára og eldri.


Húsið er á fjórum hæðum. Sameiginlegur inngangur og svo sér inngangur af svalagangi. Fjórar íbúðir eru á hverri hæð og því alls 16 íbúðir í húsinu. Bílastæði framan við hús, sameiginleg lóð og ekið er niður í bílakjallarann við norðurhluta hússins eða á milli 41A og 41B.
Húsið er staðsteypt og stendur austanmegin á lóðinni Austurvegi 39-41. Miðsvæðis í bænum og stutt í alla helstu þjónustu. Húsið er einangrað að utan og veggir klæddir sléttu og báruðu áli í bland og viðarklæðning á suðurhliðum íbúða. Gluggar eru ál/tré.

Innra skipulag. Forstofa, tvö svefnherbergi, stofa og eldhús með vandaðri innréttingu í opnu rými, baðherbergi með innréttingu, sturta og aðstaða fyrir þvottavél. Sérgeymsla í kjallara. Allir veggir eru hvítmálaðir og á forstofu og baðherbergi eru flísar og annarsstaðar er harðparket. Fataskápar í herbergjum og forstofu. Innréttingar í eldhúsi og á baðherbergi frá HTH, með viðarfilmu. Tæki í eldhúsi frá AEG. Vönduð hreinlætistæki og blöndunartæki. Innihurðar yfirfelldar og hvítlakkaðar. Sameign skilast fullfrágengin, gólf í stigahúsi á jarðhæð flísalögð, stigar og pallar milli hæða teppalagðir. Vönduð lyfta. Gólf í kjallara máluð.

Bílakjallari er sameiginlegur með Austurvegi 41A sem er miðhúsið á lóðinni.

Hönnun og framkvæmd verks
Arkitektateikningar : KRark – Kristinn Ragnarsson arkitekt
Burðarþol og lagnahönnun : New Nordic engineering ehf
Raflagnir : LUMEX

Upplýsingar veita fasteignasalar hjá Fasteignasölunni Bæ:  Getum sýnt íbúðina samdægurs.

Snorri Sigurfinnsson s. 864-8090, snorri@fasteignasalan.is
Hafsteinn Þorvaldsson s. 891-8891, hafsteinn@fasteignasalan.is
Loftur Erlingsson s. 896-9565, loftur@fasteignasalan.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - almennt 0,8 % af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Eigandi framkvæmdar:  Fagridalur ehf
Byggingaraðili: Pálmatré ehf – hefur starfað frá árinu 1998, reynsla og metnaður við vinnubrögð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12