Norðurbrú 6, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 46,9
Stærð 67
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 698
Skráð 22.9.2021
Fjarlægt 29.9.2021
Byggingarár 2004
mbl.is

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, s. 588-4477, kynna:

Falleg og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Norðurbrú í hinu vinsæla Sjálandshverfi í Garðabæ.  Eignin er í lyftuhúsi. Stutt í skóla, leikskóla, ósnortna náttúru sem og í verslun og þjónustu. Vestursvalir en þó sjávarútsýni. Sérgeymsla og bílastæði í kjallara. 

Birt stærð íbúðarrýmis er 60,2 fm hjá Þjóðskrá Íslands og geymslu 7 fm, samtals 67,2 fm

Eigin samanstendur af forstofu, stofu, eldhúskrók, svefnherbergi, fataherbergi og baði.  Í forstofu er fataskápur.  Stofa, eldhús og borðstofa eru í alrými.  Úr stofu er gengið út á rúmgóðar vestursvalir, annars vegar og hins vegar inn í rúmgott svefnherbergi með skápum og litlu fataherbergi sem upphaflega var þvottaherbergi.  Baðherbergi er rúmgott með tengi fyrir þvottavél, sturtuklefa og eikarlitaðri baðinnréttingu.  Ljósar flísar á veggjum og dökkar á gólfi.
Eldhúsinnrétting er eikarlituð, dökk borðplata og gráar flísar á milli skápa.
Gólfefnin í íbúðinni eru eikarparkett og gráar flísar.

Sameignin er rúmgóð og snyrtileg.  Teppalagður stigagangur.  Í kjallara er bílastæði merkt íbúðinni og 7 fm. geymsla í geymslugangi.
Snyrtilegur og skjólgóður garður er bak við húsið sem nýtist einnig blokkunum í nágrenninu.

Einstaklega snyrtileg og hentug eign í snyrtilegu fjölbýli með lyftu og bílakjallara í hinu vinsæla og rólega Sjálandshverfi í Garðabæ. Stutt í skóla, leikskóla, náttúru og þjónustu í nágrenninu.

Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Ingólfur Gissurarson lg.fs.  

VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.   VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2020, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:   
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.  Forsendur söluyfirlits:  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20