Bær, 531

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1668 daga á skrá

Verð 85,0
Stærð 939
Tegund Útihús
Verð per fm 90
Skráð 8.6.2015
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár
mbl.is

LIT  ehf. kynnir: Jörðin  Bær 1,  Húnaþingi vestra (áður Bæjarhreppi), ásamt greiðslumarki í sauðfé, bústofni, vélum og tækjum (um 17 km fyrir norðan Staðarskála). Jörðin er í byggð og þar er rekið gott sauðfjárbú.  Beitiland jarðarinnar er óskipt með Bæ 2 og einnig fylgir með eyðibýlið Holt (landnr. 142197) en það er einnig í óskiptri sameign með Bæ 2.  Land jarðanna er talið vera samtals um 2.000 hektarar en engin ábyrgð er tekin á landstærðinni af hálfu seljenda. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er ræktun 33,5 ha en hún mun vera rúmlega 37 hektarar.  Mjög gott beitiland og miklir ræktunarmöguleikar. Byggingar á jörðinni:  Einbýlishús - hæð og ris,  byggt 1959,  149,7  ferm.  Húsið hefur verið klætt að utan með áli og á því er nýtt þakjárn.  Flestir gluggar nýir.  Húsið er einnig í góðu ástandi að innan m.a. hefur eldhús og baðherbergi nýlega verið endurnýjað og gólfefni á neðri hæð eru nýleg. Fjárhús byggð 1965 fyrir 480 fjár.  Í þeim eru grindur en kjallari er ekki vélgengur (þarf að lyfta upp grindum til að moka út).  Hlaða við fjárhúsin byggð 1967 og í hana hafa verið settar grindur fyrir sauðfé og þar er pláss fyrir um 80 fjár.  Flatgryfja byggð 1978 en í hana hafa verið settar grindur fyrir sauðfé sem er að aðallega notað á sauðburði.  Hægt að moka út með vél.  Hesthús sambyggt fjárhúsunum byggt 1973 en í því eru fjórar stíur og innréttingar eru nýlegar. Véla- og verkfærageymsla, byggð 1965, 63,3 ferm.  Vélageymsla byggð 1953 sem er 160,9 ferm.   Greiðslumark í sauðfé er 484 ærgildi og bústofn til ásetnings haustið 2015 getur verið um 450 ær og hrútar.  Helstu vélar: Valmet dráttarvél 110 hestöfl árgerð 2006, Ferguson 362 og gamall Ferguson.  Kuhn rúllusamstæða árgerð 2011.  Góð sláttuvél, fjölfætla og múgavél.  Hlunnindi eru æðarvarp sem er óskipt með Bæ 2.  Árið 2014 komu rúmlega 2 kg af hreinsuðum dún í hlut Bæjar 1.  Ætti að vera mögulegt að auka æðarvarpið töluvert.   Til afhendingar haustið 2015. Fletta í fasteignalista