Fífuvellir 24, 221

Fjarlægð/Seld - Eignin var 17 daga á skrá

Verð 139,9
Stærð 228
Tegund Einbýli
Verð per fm 613
Skráð 18.3.2024
Fjarlægt 5.4.2024
Byggingarár 2004
mbl.is

RE/MAX og Guðrún Þórhalla, löggiltur fasteignasali kynna fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð, með bílskúr við Fífuvelli 24 í Hafnarfirði.
Fallegur afgirtur garður með viðarpalli, heitum potti og fallegri skjólgirðingu með lýsingu.
Eignin prýðir í dag sjö herbergi, bílskúrnum hefur verið breytt í tvö svefnherbergi. Einnig væri hægt að útbúa íbúð í bílskúrnum eða vinnuaðstöðu.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands skiptist eignin í íbúð 195,5 fm og bílskúr 32,9 fm, samtals 228,4 fm.
Frábær staðsetning á Völlunum við enda botnlangagötu. Eign sem hægt er að mæla með.
 
Allar frekari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490 eða á netfangið gudrun@remax.is.
 
Hér er hægt að nálgast söluyfirlit strax um eignina

Hér er hægt að skoða eignina í 3D

Nánari lýsing: 
Forstofa er rúmgóð með góðum skápum og flísum á gólfi.
Stofa, borðstofa og eldhús í glæsilegu alrými með aukinni lofthæð og útgengi út á verönd.
Eldhús er með viðarinnréttingu, stæði fyrir uppþvottavél í vinnuhæð, tveimur ofnum, stæði fyrir tvöfaldan ísskáp, helluborði með háfi yfir. Granít er á borðum.
Fjögur svefnherbergi eru í íbúðarhluta hússins með góðum skápum og flísum á gólfi.
Sjónvarpsherbergi sem hægt væri að nýta sem fimmta svefnherbergið en er opið.
Baðherbergi er rúmgott með hornbaðkari, sturtu og hvítri innréttingu.
Þvottahús er með viðarinnréttingu og stæði fyrir vélar í vinnuhæð. 
Gestasalerni er með sturtu og innréttingu.
Innangengt er úr eigninni í bílskúr en honum hefur verið breytt í lítið hol, tvö svefnherbergi og geymslu. Samtals eru sjö svefnherbergi í eigninni.
Gólfefni:  flísar eru á gólfum í öllum rýmum eignar.
Útgengt er út í garð úr geymslu inn af bílskúr. Einnig er möguleiki og auðvelt að útbúa aukaíbúð/vinnuastöðu í bílskúrnum.   
Baklóðin snýr í suður og er vel skipulögð. Lóðin er með viðar sólpalli, heitum potti(nuddpotti), hellulögðu svæði og fallegum gróðri. Einnig er skúr sem hægt er að nýta sem sauna(rafmagn) ásamt geymsluskúr í bakgarðinum. Falleg lýsing er í skjólveggjum.
Hellulagt er fyrir framan eignina, hiti í stétt að framan að hluta til.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í fallega náttúru, grunn- og leikskóla og íþróttasvæði auk allrar helstu þjónustu.
 
Frekari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490 eða á netfangið gudrun@remax.is
.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45