Seljaland 1, 108

Fjarlægð/Seld - Eignin var tekin út samdægurs

Verð 41,0
Stærð 49
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 838
Skráð 1.12.2022
Fjarlægt 2.12.2022
Byggingarár 1972
mbl.is

Björgvin Þór lgf. og Domusnova fasteignasala kynna  góða 2ja herbergja íbúð í kjallara á góðum stað í Fossvoginum, alls 48.9 fm fullkomin fyrsta eign 

Íbúðin skiptist í flísalagt anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi, geymslu/fataherbergi og rúmgott baðherbergi. Íbúðin er að miklum hluta til upprunaleg,
Eikarparket er á allri íbúðinni að andyri og baðherbergi undanskyldu. 
Um er að ræða góða eign sem vert er að skoða.
Eignin getur verið  laus við kaupsamning 

Nánari lýsing.
Forstofa: Komið er inn forstofu með flísum á gólfi ágætis fataskáp. 
Eldhús: Eldhúsið er með hvítri viðarinnréttingu, hvítri borðplötu, eldavél og viftu. flísalagt er á milli skápa. Eldhúsið er opið inn í stofu. 
Stofan: Er björt og tengist eldhúsinu.
Svefnherbergi: Er rúmgott með góðum glugga.  
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Gert er ráð fyrir þvottavél inn á baðherbergi.

Mjög góður leigjandi er í íbúðinni og hann tilbúin til að leigja áfram.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali / s.8551544 / bjorgvin@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12