Akurbrekka, 530

Fjarlægð/Seld - Eignin var 113 daga á skrá

Verð 95,0
Stærð 5.520.322
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 0
Skráð 8.3.2023
Fjarlægt 30.6.2023
Byggingarár 1962
mbl.is

Böðvar Sigurbjörnsson og Borg fasteignasala kynna til sölu: Jörðin Akurbrekka í Húnaþingi vestra, 500 Staður. Á Jörðinni er starfrækt sauðfjárbú og er hún vel staðsett við þjóðveg nr. 1 í Hrútafirði. Afar fallegt bæjarstæði, 550 hektarar lands frá fjöru upp á Hrútafjarðarháls. Jörðin selst með bústofni, ærgildi og tækjum til sauðfjárræktar.
 
Nánari lýsing: Akurbrekka er nýbýli frá árinu 1962 úr landi Þóroddstaða sem er landnámsjörð. Jörðin býr yfir góðum landgæðum, 22 hektarar jarðarinnar eru ræktuð tún í nálægð við bæinn. Einnig býður jörðin upp á góða möguleika til frekari ræktunar þannig að auka mætti við ræktaða hektara ef þörf er á. Góð og grasgefin framræst beitarhólf eru neðan þjóðvegar að fjöru. Ofan þjóðvegar er landið grasgefið og skiptist í valllendi, grasgefnar mýrar og mela og nær að landamerkjum á Hrútafjarðarhálsi. Sumarbeit er á Tvídægru, grasgefnu heiðaflæmi austan þjóðvegar á Holavörðuheiði og er féð rekið til réttar við Hrútatungurétt að hausti. Kjöraðstæður eru á jörðinni fyrir sauðfjárbú.  
 
Húsakostur jarðarinnar er ágætur en þarfnast eftir atvikum viðhalds.

Einbýlishús með 8 herbergjum á þremur pöllum byggt árið 1963, samtals 177,2 m2. Á miðpalli hússins er rúmgott eldhús með eyju sem endurnýjað var fyrir nokkrum árum. Í eldhúsinu er góð vinnuaðstaða, mikið skápapláss og góðar hirslur, tveir ofnar í vinnuhæð, span helluborð í eyju og háfur með lýsingu fyrir ofan. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél , innfelld lýsing er í lofti í eldhúsinu, parket á gólfi og gólfhiti. Borðstofa með parket á gólfi og aukinni lofthæð tengir saman eldhús og stofu. Rúmgóð og björt stofa með parket á gólfi, fallegt útsýni út um stórann glugga til suðurs. Á miðpalli hússins er aðalinngangur um anddyri með flísum á gólfi, þar er fatahengi og hiti í gólfi. Á efri palli eru 4 svefnherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni með innbyggðum kassa, sturta og handklæðaofn, skápur og innrétting með skúffum neðan handlaugar og speglaskápur með lýsingu fyrir ofan, hiti í gólfi. Á neðri palli hússins eru 3 svefnherbergi, þvottahús, geymsla, salerni og anddyri. Stór og vegleg timburverönd með skjólveggjum er sunnanvið húsið og afgirtur garður með trjágróðri. 
 
Vélageymsla byggð árið 1973, stærð 92,5 m2 með innkeyrsluhurðir á suður og vestur hlið. 
Fjárhús með áburðarkjallara byggð árið 2007,stærð 373,7 m2. Húsin eru búin fjórum gjafagrindum sem heyrúllur eru fluttar í úr hlöðu með rafdrifinni talíu á braut. Hlaða byggð 1962 og stækkuð 1976, samtals 279,4 m2. Í votheysgryfju sem er hluti af hlöðunni hefur verið útbúin kaffi og hvíldaraðstaða. Fjárhús með áburðarkjallara byggð 1962 og stækkuð 1982, samtals 402,4 m2. Hesthús byggt 1967, 41,7 m2 að stærð. Þessar byggingar eru sambyggðar og innangengt um húsin.
 
Á jörðinni er rekið sauðfjárbú og selst hún í rekstri með með bústofni, ærgildi og tækjum til sauðfjárræktar skv. tækjalista í söluyfirliti. Hér er á ferðinni tækifæri til að eignast góða jörð sem býr yfir landgæðum í blómlegu sveitarfélagi, staðsett miðsvæðis mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar í u.þ.b 20 mín fjarlægð frá Hvammstanga. 
 

Allar nánari upplýsingar um jörðina veitir: Böðvar Sigurbjörnsson, M.L. og lgf., í síma 660-4777 eða bodvar@fastborg.is

Sjá einnig:

Húnaþing vestra 
fastborg.is
Smelltu hér til að fylgjast með mér á Facebook
Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um skyldu kaupenda til að skoða fasteignir.
BORG fasteignasala vill því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna áður en gert er kauptilboð og leita til hæfra sérfræðinga til frekari skoðunar.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða fyrir kaupin:
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8 / 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald kaupsamnings, veðskuldabréfs, hugsanlegt veðleyfi o.fl.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýslugjald vegna fasteignasölu samkvæmt kauptilboði

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43