Hringbraut 62, 230

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 59,9
Stærð 139
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 431
Skráð 24.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 1959
mbl.is

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. finnbogi@fron.is

HRINGBRAUT 62 EFRI SÉR HÆÐ OG MEÐ BÍLSKÚR

Um er að ræða þriggja (fjögurra ) herbergja íbúð á efri sér hæð í tvíbýli við Hringbraut í Keflavík, ásamt sér stæðum bílskúr á sömu lóð.
Birt stærð eignar eru 138,9 fm. Íbúðin sjálf er 100,6 fm og bílskúrinn er 38,3 fm.


Húsið er byggt árið 1959 og er steinsteypt en bílskúrinn er byggður síðar eða árið 1974 og er hlaðinn úr holsteini.
Það má segja að eignin hafi verið ,,töluvert endurnýjuð" á undanförnum árum. Járn á þaki má segja ,,nýlegt". Járn á þaki bílskúrs er ,,nýlegt" og framhlið klædd með liggjandi bárustáli. Lóðin hefur verið í góðri umhirðu íbúa. Tvær íbúðir eru í húsinu. 

Nánari lýsing eignar:
Komið er inn um sér inngang og þar er gengt upp um stigahús sem hefur verið ,,nýmálað". Þar er teppi á stiga.
Útihurð hefur verið ,,endurnýjuð". Á stigapalli er þvottahús og geymsla

Íbúð: 
Tvö svefnherbergi, þau eru bæði með ljósgráu plastparketi. Í þeim báðum eru skápar. Hornherbergið (hjónaherbergi) er með tvennum gluggum á sitt hvorri hlið. Eldra gler í hinum. 
Stofa björt og rúmgóð. Þar er hægt að fara út á svalir, sem snúa í NA með ,,rist" ofan á gólfi. ,,Útskots gluggi" í enda stofunnar. Áður var stofan, tvær stofur. Veggur hefur verið tekin niður á milli þeirra til að opna rýmið. Plastparket er á gólfum, sem er ljós brúnt, lagt í 45 gráður. 
Gangur hefur verið flísalagður, með ljósbrúnum (30sm x 30sm) flísum. 
Eldhúsið er með innréttingu sem endurnýjuð var árið 2006, plastklædd. Keramik helluborð. Flísalagt er á milli skápa, með dökk brúnum flísum. Gólfefni í eldhúsi eru flísar, sömu tegundar og á gangi. Góð birta. 
Baðherbergi var endurnýjað árið 2006. Rúmgóð hvít innrétting , vaskur er ,,skál" laga, ofan á borði. Speglaskápur fyrir ofan. Hvít tæki. Baðkar er með góðum sturtubúnaði. Flísalagðir veggir, með ljósum flísum og á gólfi. Gráleitar flísar úr smærri stærð á ,,sturtuvegg". 
Sér þvottahús og geymsla frammi á palli, sem er  flísalagt með mósaík flísum á gólfi. Gluggi þar. 

Háalot, sem er ,,skriðloft" yfir íbúðinni allri.  Hægt að fara um loftgat af gangi. 

Bílskúr er sérstæður sambyggður með öðrum skúr Hann er með gryfju í gólfinu. Hillur á vegg og innréttingar innst. Hallandi ,,skúrþak".
Þar eru ,,nýlegar" hita lagnagrind og sem með forhitara. Járn á skúr var endurnýjað og á húsinu líka, fyrir ekki svo lögnu. 
Þessi skúr er mjög góður og rúmgóður.  Það er auðvelt að innrétta hann, sem íbúð og leigja út.  Gryfja er um mitt gólfið sem gæti nýst sem geymsla. 
Suðurhlið bílskúrsins er með þremur gluggum sem gefur góð birtu inn. 



Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 37 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28