Sunnusmári 23, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 66,4
Stærð 79
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 842
Skráð 13.2.2024
Fjarlægt 23.2.2024
Byggingarár 2020
mbl.is

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir kynnir virkilega fallega, nýlega þriggja herbergja 78,9 m2 íbúð á 4. hæð við Sunnusmára 23 í Kópavogi. Íbúðin er vel útbúin. Innréttingar og fataskápar eru af vandaðri gerð frá Axis og fallegt harðparket er á gólfum. Innbyggður- ísskápur og uppþvottavél fylgir. Góðar suðursvalir. Rúmgóð geymsla í kjallara. Lyfta er í húsinu. Rafbílatenging er til staðar á sameiginlegu bílaplani. 

Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi,  stofu/eldhús og sér geymslu í sameign. Birt stærð íbúðar er 69,6 m2 (0402 ) og geymslu er 9,3 m2 , samtals 78,9 m2 skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 

Nánari lýsing.
Forstofa með harðparketi á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Baðherbergi er með fallegum flísum á gólfi og á hluta veggja, upphengdu salerni, hvítri baðinrréttingu, speglaskáp yfir, sturtu með glerskilrúmi og handklæðaofni. Innrétting utan um þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi I (hjónaherbergi) er rúmgott með fataskápum, harðparket á gólfi. 
Barnaherbergi með harðparket á gólfi.
Stofa/eldhús er í opnu sameiginlegu rými. Eldhúsinnrétting er af vandaðri gerð frá Axis með innbyggðri uppþvottavél, innbyggðum kæli- og frystiskáp, bakarofni í vinnuhæð með innbyggðum kjöthitamæli, span helluborði og gufugleypi yfir. Tæki frá Gorenje. útgengi á góðar svalir til suður. 
Sér geymsla í sameign er rúmgóð með máluðu gólfi.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign með góðu aðgengi. 

Húsið er byggt árið 2020 á vandaðan hátt. Húsið er klætt að utan með ál og Cembrit klæðningu og gluggar eru álklæddir timburgluggar svo húsið er viðhaldslétt. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27