Brekkubyggð 2, 320

Verð 99,0
Stærð 127
Tegund Sumarhús
Verð per fm 781
Skráð 7.5.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2008
mbl.is 1262335

Sigríður Rut lgfs. gsm 699-4610 og Fasteignasalan TORG kynna: Eintök eign. Stórglæsilegt heilsárshús á fallegri lóð í Borgarfirði með einstöku útsýni til fjalla og jökla. Um er að ræða heilsárshús sem stendur hátt í hlíðinni og á einstakri útsýnislóð í landi Bjarnastaða í Hvítársíðu, aðeins 5-10 min. akstur frá Húsafelli. Stutt er í fjölbreytilega afþreyingu s.s. Víðgelmir, Into the glacier, Giljaböð, Krauma, skemmtilegan golfvöll í Húsafelli, og margar fallegar gönguleiðir. Gott úrval veitingastaða s.s. Hótel Húsafell, Fosshótel Reykholt, og Krauma. Húsið stendur á tæplega hálfum hektara leigulóð. Forhitarakerfi er á neysluvatni og kyndingu. Húsið á steyptum grunni með steyptri plötu með gólfhita í og stórir gluggar á öllum hliðum þannig að þú nýtur enn frekar náttúrunnar í nágrenni við þig. Um er ræða timburhús með fallegri álklæðningu. Húsið samanstendur af forstofu, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergum, samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi, þvottaherbergi og geymslu. Margir útgangar eru í húsinu. Stór pallur er í kringum húsið með þrem útdraganlegum skjólveggjum. Á lóðinni eru nokkur minni hús, svo sem saunahús, hálf-yfirbyggður heitur pottur, grillaðstaða sem er að hluta yfirbyggð, eldstæðishús, gróðurhús og stór kvöldsólarpallur.
Húsið er hannað af Birni Skaptasyni hjá Atelier arkitektum. Birt stærð á húsinu skv. Þjóðskrá Íslands er 126,7 m2. Mögulegt getur verið að semja um að fá hluta búslóðar (utan persónulegra muna) með í kaupunum. Sjón er sögu ríkari.
Umfjöllun og myndir birtust af þessu fallega og einstöku útsýnisperlu í Hús og Híbýli 2019.  

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is
 
Nánar lýsing: Komið er inn í mjög smekklega og rúmgóða forstofu með hvítum fjórföldum fataskápum og flísalögðu gólfi. Gengið er inn glæsilegt og rúmgott alrými með mjög góðum gluggum niður í gólf og einstökum útsýni í suður. Alrými rúmar stofu, borðstofu og eldhús. Fallegt viðarparket á gólfi er á öllu rýminu. Vönduð og falleg Hwam viðarkamína í stofu.
Eldhús er einstaklega glæsilegt með fallegri hvítri HTH innréttingu með miklu skápa- og skúffuplássi. Dökkur granít á borðum. Miele ofnar í vinnuhæð,innfelld Miele uppþvottavél, gashelluborð, Liebherr tvöfaldur ísskápur með vínsskáp og frysti með ísvél. Útgengt er frá eldhúsi.
Svefnherbergin eru þrjú, sitthvorum megin í húsinu og tvö baðherbergi einnig í sitthvorri álmunni. Vinstra megin í húsinu, þegar inn er komið, er rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum, viðarparket á gólfi og útgengt út á pall.
Baðherbergi við hlið hjónaherbergisins er rúmgott. Fallegar innréttingar með miklu skúffu og skápaplássi og granít á borði, upphengdu salerni og flísalagðri sturta með glerhurð. Spegill með ljósi í fyrir ofan innréttingu. Gólf og veggir eru flísalagðir. Útgengt er frá baðherbergi.
Hinum megin í húsinu eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Svefnherbergin eru bæði rúmgóð með fataskápum og viðarparketi á gólfi í báðum herbergjum.
Innst er auka baðherbergið sem er með flísalagðri sturtu, upphengdu klósetti og fallegri innréttingu undir vaski og skápur við hliðina á. Granít á borði við vaskinn. Spegill með ljósi í fyrir ofan innréttingu. Flísar á gólfi og á veggjum.
Þvottaherbergi er vel skipulagt með góðri innréttingu og vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góður opnanlegur gluggi og flísalagt gólf. Mögulegt að semja um að fá Miele þvottavél og þurrkara gegn aukagreiðslu.
Við hlið aðalhurðar er 7 m2 geymsla með hvítri innréttingu og flísalögðu gólfi.

Gólfefni er fallegt eikarparket sem er á alrýmum og á svefnherbergjum, en að öðrum leyti eru vandaðar flísar á gólfum. Gólfhiti er í öllum gólfum. Innfelld lýsing er í flestum rýmum.  Luxaflex rimlagluggatjöld í gluggum sem gerir auðvelt að stýra birtu sem og að birgja sýn inn í bústaðinn.
Lóðin er gróin með fallegum trjágróðri og útsýnið allt hið fallegasta. Fallegur lækur rennur meðfram eigninni. Gott bílastæði er við húsið og aðkoma góð. Gengið er niður góðar tröppur að gróðurhúsi ca. 15 m2 með fallegum pottaofnum. En gróðurhúsið er hitað upp með affallsvatni af húsinu.
Mjög fallegt svæði er í kringum heita pottinn og góð yfirbygging og verönd í kringum og einstakt útsýni þegar slakað er á í pottinum.
Sauna klefi er við hliðina á heita pottinum. Útigrillaðstaða með útihitara og góður ca. 20 m2 kvöldsólarpallur með hiturum fyrir hengirúm og útihúsgögn. Að auki er eldstæðishús sem er ca. 20 m2. Góðir smíðaðir bekkir eru í kringum eldstæðið. Aparólan gæti fylgt með.
Stutt er að sækja alla þjónustu í Húsafell, um 5 min. akstur og er þar að finna golfvöll, flugvöll, hótel, veitingastað, sundlaug, verslun ásamt bókunarmiðstöð í alls kyns afþreyingu á svæðinu.


Rekstur 2024:

Lóðarleiga á ári                                                      139.479 kr.
+leiga á vatnsdælu á ári                                         15.500 kr.
Hitaveita á mán                                                       13.500 kr.
Framkvæmdagjald hitaveitu á ári                            25.000 kr. (er ekki alltaf innheimt samkvæmt seljanda.)
Fasteignagjöld  á ári                                              289.652 kr.
Brunatrygging                                                           92.900 kr. samkvæmt tilboði frá Vörður í dag.
Rafmagn u.þ.b:                                                          8-9.000 kr. á mánuði

Sumarhúsatrygging
 
Hitaveita er á svæðinu og er sérstakt félag um rekstur hennar. Mjög virkt sumarhúsafélag er á svæðinu og er Facebook síða þar sem hægt er að sjá með færð og þjónustu á hverjum tíma. Leigusalar sjá um að mokstur og sinna því vel. Hitaveitan er í eigu sumarhúsaeigenda og er sér Facebook síða um þau mál. Því fylgir eignarhlutur í Bjarnastaðaveitu ehf. (félagið sem á og rekur hitaveituna) með eigninni.
Stutt er að sækja alla þjónustu í Húsafell, um 5 min. akstur og er þar að finna golfvöll, flugvöll, hótel, veitingastað, sundlaug, verslun ásamt bókunarmiðstöð í alls kyns afþreyingu á svæðinu.
Þetta er einstök eign á fallegum útsýnisstað í nágrenni Húsafells og gæti losnað fljótlega.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57
Mynd 58
Mynd 59