Austurvegur 22, 710

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 38,5
Stærð 88
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 436
Skráð 28.6.2023
Fjarlægt 14.7.2023
Byggingarár 1908
mbl.is

Domus AVES kynnir: 3ja herbergja íbúð með sér inngang í þríbýlishúsi miðsvæðis á Seyðisfirði.
Björt og falleg íbúð á besta stað í miðbæ Seyðisfjarðar. Austurvegur 22 íbúð merkt 01-102.. Eignin er í fjölbýlishúsi (þrjár íbúðir) í aldamótahúsi byggt 1908 og hefur nú verið gott sem algjörlega endurnýjað frá 2020-2022. Skipt hefur verið um alla glugga á efri hæðum og allt gluggaskraut endurgert og nýmálað, grind verið endurgerð, öll einangrun endurnýjuð, allar
raflagnir og pípulagnir nýjlegar, gólfhiti á allar hæðir og hitað upp með varmadælu sem sparar mjög hitakostnað á köldu svæði. Eins er neysluvatn hitað upp með varmadælu. Útidyrahurð nýleg og endurnýjuð. Allt ytra byrði endurbyggt og allar þakrennur og niðurföll, allt bárujárn og rennur eru pólýhúðaðar til að minnka viðhaldsþörf. Þak var opnað upp í rjáfur, styrkt og endurbyggt, Bárujárn á þaki var ekki endurnýjað þar sem það taldist ekki þarft. Allar drenlagnir, lóð og pallur endurgerðar ásamt rúmgóðum palli til suðurs sem fylgja íbúðinni sem sameign. Þegar gengið er inní íbúðina frá palli er komið inn í forstofu við eldhúsið. Innbyggt hækkað borðstofuborð er á milli eldhúss og stofu. Lítil geymsla er við miðju rýmisins. Í bjartri stofu er fallega hannað stigahandrið og stigi sem leiðir niður á jarðhæð hússins. Þar er stórt opið rými, svefnherbergi stúkað af og nýtt baðherbergi með innbyggðri sturtu og upphengdu klósetti, eins er tengi fyrir þvottavél á baðinu sem er lokað með rennihurð. Allir veggir við útveggi á jarðhæð hafa verið pússaðir og múraðir með microsement áferð og jarðhæðin verið einangruð og múruð utan frá. Í rými á jarðhæð er útgangur út á aðalgötu.
Gegnheil viðarborð eru á efri hæð íbúðarinnar og gólf á jarðhæð var einangrað neðan frá óg síðan flotað yfir gólfhitann og málað með slitsterkri málningu. Húsið fór í gegnum byggingarleyfisferli í endurgerð sem hefur nú fengið staðfest að íbúðin sé fullgerð. Samráð var haft við Minjastofnun Íslands við uppgerð og styrkir þegnir fyrir nokkrum verkþáttum.
Bílastæði með rafmagnstengli til að hlaða rafmagnsbíl á sameiginlegri lóð. Sameiginlegur pallur í suður fyrir þrjár íbúðir hússins.
Lóð er skipt milli íbúða - er malarlóð - hellulagt að framanverðu við húsið (norðan megin)
Eignin sé á góðum stað miðsvæðis í bænum og sé samkvæmt nýju hættumati á öruggu svæði , eða svæði A.  Útidyr á jarðhæð hússins snúa að aðalgötu sem býður upp á að hafa verslun eða annað opið rými við fjölförnustu götu bæjarins.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43