Rauðavað 13, 110

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 61,9
Stærð 84
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 738
Skráð 16.11.2023
Fjarlægt 24.11.2023
Byggingarár 2004
mbl.is

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Rauðavað 13, 110 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-02, birt stærð 83.9 fm. Falleg, björt og vel skipulögð 89,3 fm íbúð á jarðhæð ásamt stæði í bílageymslu. Sér inngangur er í íbúðina og aðgengi er gott innandyra. 
Um er að ræða tengifjölbýli Rauðavað 13 - 17

*** 90 cm innihurðar og aðgengi þvi gott
*** Stæði i bílageymslu
*** Sér inngangur
*** Skjólsamur aflokaður sólpallur
*** Tilvalin fyrstukaup, fyrir fólk með sérþarfir eða eldriborgara



Íbúðin skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi, rúmgóða geymslu, eldhús, þvottahús og stofu ásamt aflokauðum hellulögðum sólpalli.
Íbúðin er vel skipulögð, geymsla er mjög rúmgóð og getur nýst sem íverurými sbr skrifstofa. Svefnherbergi er mjög rúmgott. Stofa er björt með miklu gluggarými og gengið út á sólpall. Eldhús með góðu skápalássi. Þvottahús er í góðri stærð.

Nánari upplýsingar veita:
Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Síma - 560-5501,
tölvupóstur pall@allt.is.

Helgi Bjartur Þorvarðarsson
nemi til löggildingar / lögfræðingur
Sími - 770-2023
Tölvupóstur helgi@allt.is



Nánari lýsing eignar:
Forstofa:
Flísalögð með skáp
Svefnherbergi: rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi
Eldhús: Góð eikarinnrétting með granít borðplötu. Gluggi er í eldhúsi. Innbyggð uppvöskurnarvél og ísskápur
Stofa / borðstofa: er mjög björt, mikið gluggarými. Parket á gólfi og útgengt út á sólpall. Granít sólbekkir.
Þvottahús: flísalagt gólf, aðstaða fyrir þvottavél og þurkara ásamt opnanlegur gluggi.
Geymsla er innan íbúðar, mjög rúmgóð og bíður uppá að vera t.d skrifstofa
Sólpallur aflokaður með skjólveggjum, hellulagðar stéttar.
Bílastæði í bílgeymslu, möguleiki að setja upp bílahleðslustöð. Þvottaaðstaða er i bílageymslu.
Dúkur á þaki var endurnýjaður sumarið 2023

Í sameign er hjóla og vagnageymsla ásamt sér geymsluaðstöðu. Á lóð eru 87 bílastæði auk 12 bílastæði á lóð fyrir ætluð hreyfihömluðum.
Umhverfi: Örstutt í skólana og heillandi náttúru og gönguleiðir við Elliðárdal, Heiðmörk og Hólmsheiði. Rauðhóll leikskóli fékk verðlaun fyrir að vera besti leikskóli íslands árið 2023. Verslun og þjónusta í göngufæri.
 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33