Kleppsvegur 62, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 5 daga á skrá

Verð 73,0
Stærð 102
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 716
Skráð 26.1.2024
Fjarlægt 1.2.2024
Byggingarár 1995
mbl.is

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Kleppsvegur 62 - Rúmgóð og björt 3ja herbergja endaíbúð á 4. hæð með glæsilegu útsýni í góðu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Kleppsveg 62. 

Eignin verður sýnd í opnu húsi þriðjudaginn 30 janúar kl. 12:15 - 12:45.  Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is.


Húsið er fyrir 60 ára og eldri og er stutt er yfir á Hrafnistu þar sem hægt er að sækja ýmsa þjónustu svo sem hádegismat, félagsstarf o.fl.

Nánari lýsing
Komið er inn á anddyri með innbyggðum fataskáp.  Stór og bjartur gangur inn í miðrými þar sem er stór björt opin stofa, eldhús og borðstofa. Fallegt útsýni til Esjunnar frá stofunni. Eldhús er opið við borðstofu/stofu með snyrtilegri eldhúsinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél. Útgangur frá stofunni út á svalir í suður.  Þar sem íbúðin er endaíbúð er stofan með glugga á þrjá vegu og mjög björt.  
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi.  Svefnherbergi rúmgott með góðu skápaplássi. Baðherbergi með innangengri sturtu, góð innrétting, flísar á veggjum og dúkur á gólfi.  Þvottahúsið er mjög rúmgott og nytist líka sem geymsla. Sér geymsla íbúðar er á jarðhæð. Á gólfum íbúðar er teppi og gólfdúkur. 

Á annarri hæð hússins er glæsilegur veislusalur / samkomusalur sem er í sameign íbúa hússins en þar er eldhús, salerni og góður sólskáli. Íbúum gefst kostur á að leigja salinn gegn vægu gjaldi en borðbúnaður og fleira fylgir, hægt er að dekka þennan fallega sal upp fyrir 40 manns.

Um er að ræða fallega íbúð í vel hönnuðu fjölbýli fyrir 60 ára við Kleppsveg. Upphitaður göngustígur yfir á Hrafnistur þar sem hægt er að sækja ýmsa þjónustu. Sameignin er mjög snyrtileg og nýlega teppalögð.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46