Kleppsvegur 6, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 77,9
Stærð 115
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 679
Skráð 2.1.2024
Fjarlægt 12.1.2024
Byggingarár 1959
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 114,8 fermetra 5 herbergja endaíbúð með gluggum í þrjár áttir og suðursvölum í nýviðgerðu og góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Kleppsveg í Reykjavík.  

Útsýni frá eigninni til norðurs, suðurs og vesturs er óviðjafnanlegt. Úr eldhúsi og hjónaherbergi er útsýni út á sundin, að Viðey, Esjunni og til austurs en úr stofum og af suðursvölum er útsýni yfir miðborgina, innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn, yfir borgina til suðurs og að Bláfjöllum.

Húsið var allt viðgert og málað að utan árið 2017 auk þess sem skipt hefur verið um allt gler og alla glugga í húsinu auk útidyra- og svalahurða.  Þakefni er nýlega endurnýjað.  Verið er að endurnýja allan stýribúnað fyrir lyftu og verður sú framkvæmd greidd af seljendum.


Lýsing eignar:

Forstofa / hol, parketlagt og rúmgott með fallegri panelklæðningu á veggjum og stóru opnum fataskápum.
Eldhús, dúklagt og rúmgott með góðri borðaðstöðu.  Fallegar uppgerðar upprunalegar innréttingar með flísum á milli skápa og glerhurðir að hluta í efri skápum.  Frá eldhúsi er fallegt útsýni til norðurs, að Esjunni og út á sundin.
Barnaherbergi I, dúklagt, með fataskápum og fallegu útsýni til austurs.
Hjónaherbergi, dúklagt og stórt með fataskápum á tveimur veggjum og fallegu útsýni til austurs.
Baðherbergi, með glugga, dúklagt gólf og flísalagðir veggir. Í baðherbergi er baðkar með sturtuaðstöðu og nýlegum blöndunartækjum.
Samliggjandi stofur, stórar, bjartar og teppaagðar með útgengi á svalir til suðurs.  Frá stofum og af svölum nýtur fallegs útsýnis yfir Laugardalinn, að Bláfjöllum, yfir innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn og víðar.
Barnaherbergi II, innaf stofum, teppalagt og  með rennihurðum við stofur.  Einnig er gengið í þetta herbergi úr holi. 
Geymsluskápur, er á stigapalli fyrir framan íbúðina.

Í kjallara hússins eru:
Sérgeymsla, 6,6 fermetrar að stærð og með glugga.
Tvö sameiginleg þvottaherbergi með sameiginlegum vélum og glugga.
Tvær sameiginlegar hjólageymslur, með gluggum og útgengi á baklóð.

Þrjár sameiginlegar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru á lóð sunnan við húsið.

Lóðin er fullfrágengin með malbikuðum bílastæðum á framlóð og stórri tyrfðri flöt á baklóð.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð, miðsvæðis í borginni á grónum stað þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, Laugardalslaug, fallegar gönguleiðir í Laugardalnum og á Laugarnestanganum, verslanir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25