Aðalgata 8, 580

Verð Tilboð
Stærð 221
Tegund Hæðir
Verð per fm
Skráð 17.4.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1908
mbl.is 1251670

Fasteignamiðlun kynnir eignina Aðalgata 8, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 213-0059 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Aðalgata 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0059, birt stærð 221.1 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing:

Eignin hefur að hluta verið gerð upp en þarfnast þó einhverja endurbóta. Gengið er inn á miðhæð eignarinnar í andyri með bambus parketi á gólfi og panel á veggjum. Ágætis fatahengi og skápur er inn í vegg. Baðherbergi er inn af andyri með dúk á gólfi úr náttúrulegu efni. og panel á veggjum. Ágætis sturtuklefi, vaskur, gólftengt klósett og skápur, einnig er tengi fyrir þvottavél. Stofa og borðstofa liggja saman í góðu rými með frábæru útsýni og bambus parket á gólfi. Neðri hæð eignarinnar samanstendur af eldhúsi, baðherbergi/þvottahúsi, stofu/borðstofu og tveimur svefnherbergjum. Búið er að skipta um gólfefni á neðri hæðinni og setja bambus parket. Eldhús er með hvítum innréttingum, neðri og efri skápum og ljósri borðplötu. Korkflísar eru á gólfi og útsýni út í garð. Gengið er niður á neðstu hæðina úr eldhúsi en þar er útgangur út í garð. Um er að ræða lítið rými með flotuðu gólfi og panel á veggjum og tengi fyrir vatn og klóaksrör. Svefnherbergin á miðhæðinni eru mjög rúmgóð með bambus parket á gólfi. Gengið er upp stiga á efri hæðina þar sem búið er að pússa upp upprunalegar gólffjalir. Efri hæðin samanstendur af fjórum svefnherbergjum, baðherbergi, geymslu og stiga upp á þak. Herbergin eru misstór, eitt sem hefur verið stækkað í eitt herbergi úr tveimur og lítið mál að setja upp vegg aftur. Í þremur herbergjum eru svefnkojur inni í vegg undir súð. Búið er að fjarlægja úr einu herbergjanna. Baðherbergi á efri hæð er í vinnslu en efni til þess eru til staðar. Vatnsheldar plötur eru á veggjum og inni í sturtu, hvítur sturtubotn og ný blöndunartæki, upphengt klósett og stein vaskur. Innréttingar eru til en ekki búið að setja þær upp. 
Garðurinn er mjög rúmgóður og stór með grasflöt og girt með timbri í kring. Tveir timbur kofar eru í garðinu. Annar sem er nýr með stórum gluggum á þremur hliðum úr plexigleri. Ekki búið að einangra gólfflötin. Einnig er plexigler í lofti en plötur hafa verið settar yfir til að verja fyrir snjóþunga á veturnar. 
Húsið er klætt að utan með steniplötum og búið er að gera við þak að helmingi. 
Eignin var byggð árið 1908 en brann og var endurbyggð árið 1931 úr Norskri furu. 
Á neðstu hæð eignarinnar er salur í eigu Kiwanis félagsins. 

Andyri: Bambus parket á gólfi og panell á veggjum. 
Stofa/borðstofa: liggur saman með bambus parketi á gólfi og panel á veggjum. 
Eldhús: Hvítar innréttingar og ljós borðplata. Korkflísar á gólfi. 
Svefnherbergi: eru 6 í heildina og hægt að skipta upp einu þeirra í tvö. Tvö þeirra eru á miðhæð og fjögur á efstu hæðinni. Parket er á gólfi. 
Baðherbergi: eru tvö annað á miðhæð og hitt á efstu hæð. 
Þvottahús: er inni á baðhergi miðhæðar. 
Geymsla: er bæði á neðstu hæð og einnig á efstu hæðinni.
Garður: stór og rúmgóður með grasflöt og girt í kring með timburveggjum. Tveir kofar eru í garðinum.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26