Hrafnaborg 7d, 190

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 89,9
Stærð 140
Tegund RaðPar
Verð per fm 643
Skráð 18.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 2024
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf kynnir í sölu Hrafnaborg 7d - Um er að ræða fullbúið 139,8fm endaraðhús á einni hæð með 5 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum á góðum stað í Vogunum. Um er að ræða nýtt hverfi í 20 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Sannkölluð sveit í borg þar sem stutt er í alla þjónustu.

Nánari lýsing 
Forstofugangur með fataskáp.
Svefnherbergi (I) með fataskápum.
Svefnherbergi (II) með fataskápum.
Geymsla með flísum á gólfi.
Svefnherbergi (III) með fataskápum.
Baðherbergi (minna) flísalagt gólf og veggir að hluta, klósett, innrétting með vask og sturta.
Svefnherbergi (IIII) með fataskápum.
Baðherbergi (stærra) flísalagt gólf og veggir að hluta. Klósett.baðkar,sturta ,innrétting með vask, tengi fyrir þvottavél. 
Eldhús er með ljósri innréttingu borðplötu, bjart og opið með helluborði og eldavél.
Stofa og borðstofa í opnu rými með útgengi í garð.
Hjónaherbergi
með fataskápum.
Hjólageymsla fylgir eigninni 4,2 fm sem er ekki í skráðum fm.
Lóð að aftan verður tyrfð, lagt fyrir heitum potti út í garð.
Lóð fyrir framan verður hellulögð og malbikuð.
Sorptunnuskýli verður á lóð. 

Innréttingar, innihurðar og skápar í ljósum lit.
Baðherbergi verða með flísalögðum gólfum og veggir að hluta með 60x60 flísum í steingráum tón.
Gólfhiti er í húsunum.
Klætt að utan með álklæðningu.
Eignin Hrafnaborg 7d er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 253-1591, eign merkt 01-04, birt stærð 139.8 fm.

Afhending sumar 2024
Skoðanir bókist hjá Óskar Már Alfreðsson lgf í síma  5704500 / 6158200, tölvupóstur oskar@fastmark.is.


https://graenabyggd.is/

Grænabyggð er nýtt  spennandi og fjölskylduvænt hverfi við sjávarsíðuna í nálægð við höfuðborgarsvæðið (aðeins um 15 mín akstursfjarlægð) og í hina áttina er Keflavíkurflugvöllur í svipaðri fjarlægð, en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun starfa í tengslum við flugvöllinn á komandi árum. Þá eru fjölmörg störf tengd ferðaþjónustu á svæðinu og má til dæmis nefna Bláa Lónið í því samhengi. Hverfið er tengt núverandi Vogabyggð og því stutt í alla helstu þjónustu. Gert er ráð fyrir að í Grænubyggð verði um 1500 íbúar og er áform um að reisa þar alls um 800 íbúðir á næstu árum. Leikskóla- og skólamálum er mjög vel sinnt í sveitarfélaginu og hafa börn verið að fá inn á leikskóla við 12 mánaða aldur. Þá stendur til að stækka núverandi skóla og reisa nýjan leikskóla í Grænubyggð samhliða stækkun hverfisins. Íþróttafélagið Þróttur sinnir öflugu íþróttastarfi á svæðinu. Verslunar- og þjónustuaðilar frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Krónan, eru nú þegar farnir að þjónusta íbúa sveitarfélagsins. Verslunar- og þjónustuaðilar frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Krónan, eru nú þegar farnir að þjónusta íbúa sveitarfélagsins. Grænabyggð er vel staðsett fyrir þá sem vilja rólegt og fjölskylduvænt umhverfi. Stutt er í óspillta náttúru, fallegar gönguleiðir og allir möguleikar til fjölbreyttrar útivistar og tómstunda. Þá má ekki gleyma Kálfatjarnarvelli sem er glæsilegur níu holu golfvöllur með fyrirmyndaraðstöðu fyrir kylfinginn.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Már Alfreðsson Lögg. fasteignasali, í síma  5704500 / 6158200, tölvupóstur oskar@fastmark.is.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4