Þurárhraun 5, 815

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 85,9
Stærð 138
Tegund RaðPar
Verð per fm 621
Skráð 31.1.2023
Fjarlægt 10.2.2023
Byggingarár 2022
mbl.is

Fasteignasala Suðurlands kynnir:  Stórglæsilegt, nýtt, 4ra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr að Þurárhrauni 5, Þorlákshöfn. HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR !
Húsið afhendist fullbúið að innan og utan, er á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn í einungis 30 mín frá Reykjavík.  Húsið er glæsilega hannað, klætt með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus.   

**Bóka má skoðun og fá allar nánari upplýsingar í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com **

Húsið telur:  3 rúmgóð svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, innangengt í bílskúr, stofa eldhús og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð. 
Húsið er með einhalla þaki og allt að 3,7m lofthæð í stofu.
** Á einfaldan hátt er hægt að taka niður vegg í herbergi sem snýr að stofu og stækka þar með stofuna !


Húsið er í 3ja raðhúsalengju og verður skilað fullfrágengnu að innan sem utan. Lóð er fullfrágengin, steypt bílaplan, pallur flísalagður
með flísahellum bakvið hús og þökulagt.

Lóðin:
Lóðin snýr í suðvestur og er morgunsól fyrir framan hús þar sem aðkoman er. Frá hádegi og fram á kvöld skín sól á bakhlið hússins þar sem pallurinn er staðsettur. Innkeyrsla og aðkoma fyrir framan hús er steypt plata með snjóbræðslurörum undir.  Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er komið.

Á baklóð er  pallur, flísalagður með Brave Coke 60x60 flísum frá Vídd, undir skyggni þar sem hægt er að ganga beint út í garð á tveim stöðum, frá hjónaherbergi og gegnum stóra rennihurð úr stofu.
Garðkrani er á vegg og ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn klár sem og frárennsli fyrir heitan pott.
Lóðin er þökulögð og snyrtilega frágengin. Lýsing í  þakskyggni beggja megin. Rafmagnstenglar eru í þakskyggni beggja megin við hús, fyrir jólaseríurnar.

Útveggir:
Staðsteyptir með 10 sm steinull utan á og þar utan á er klætt með álbáru eða bambus. Að innan eru veggirnir sparslaðir, grunnaðir og málaðir 2 umferðir í ljósum lit.
Innveggir:
Eru að hluta til staðsteyptir fyrir burð í þaki. Aðrir veggir eru hlaðnir úr milliveggjastein úr kalki frá Bauroc. Milliveggirnir eru síðan sandspartlaðir og fullmálaðir.
Þak:
Þak er byggt upp með trésperrum sem eru festar í járnstóla. Þar ofan á er 1x6 timburklæðning og ofan á það tvöfaldur bræddur tjörupappi.
Þakkantur og rennur:
Þakkantur er úr timbri og klæddur með svörtu áli, RAL 9005. Svartar álrennur eru utan á þakkanti. Þakkantur er klæddur að neðan og er lýsing bæði að framanverðu og aftanverðu.
Bílskúr:
Bílskúr er 24 m2, með epoxy-kvarts á gólfi og fjarstýringum á bílskúrshurð.
Gluggar og hurðir:
Ál-tré-plast gluggar frá Idealcombi, RAL 9005 að utan (svart) og RAL 9010 að innan (hvítt). Tré að innan, ál að utan og plast í botnstykki. Rennihurð í stofu frá sama fyrirtæki. Útihurð frá Idealcombi og hvítar innihurðir. Bílskúrshurð er frá Front-X.
Gólf:
Gólf eru flotuð og síðan eru lagðar ljósar 60x60 flísar á votrými. Gólf í bílskúr er með epoxy kvarts og parket er á öðrum rýmum.
Loft:
Loftið er upptekið, klætt með ljósum loftapanel. Þakið er einhalla og hátt er til lofts garðmegin í húsinu, allt að 3,6 m
Lagnir:
Gólfhiti er í húsinu.
Raflagnir:
Lýsing er komin. Allir rofar og tenglar eru hvítir. Gert er ráð fyrir dyrabjöllu og hússtjórnunarkerfi í anddyri þar sem mögulegt er að setja upp stýringu fyrir ljós, hita, öryggiskerfi oflr.  Tenglar eru í þakskyggni bæði að framan og aftan, hugsaðir til að stinga jólaseríum í samband.
Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu.
Eldhús:
L-laga innrétting, vaskur og blöndunartæki, 80 sm spanhelluborð, ofn og uppþvottavél fylgja með.
Baðherbergi:
Gólf eru flísalögð með 60x60 ljósum flísum. Veggir eru klæddir með Fibo baðplötum frá Þ. Þorgrímsson  og co. Hefðbundin baðinnrétting, speglaskápur, handklæðaofn og upphengt salerni. Sturtur eru flísalagðar í botninn með baðplötum á veggjum og niðurfallsrist.
Þvottahús:
Ljós plastlögð borðplata með skolvaski í. Einn vaskaskápur með hurð og er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir borðplötu. Gólf í þvottahúsi er flísalagt.
Fataskápar:
Eru í svefnherbergjum, einfaldir í minni herbergjum og tvöfaldur í hjónaherbergi. Stór fataskápur í anddyri með rennihurðum.
Inntaksgjöld og gatnagerðargjald:
Inntaksgjöld fyrir hita og rafmagn eru greidd, sem og gatnagerðargjald.


Helstu vegalengdir:
Þurárhraun - leikskóli/grunnskóli/sundlaug 10 mín gangandi
Þurárhraun - heilsugæsla/verslun/ráðhús/ÁTVR/bakarí oflr 8 mín gangandi
Þurárhraun - Gryfjan bike park 8 mín hjólandi
Þorlákshöfn - Hveragerði 14 mín akandi
Þorlákshöfn - Selfoss 20 mín akandi
Þorlákshöfn - Rauðavatn 30 mín akandi 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Byggingaraðili: Ölfusborg ehf
Hönnunarstjóri: ProArk ehf, Eiríkur Vignir Pálsson
Verkfræðihönnun: Þór Stefánsson
Raflagnahönnun: Þór Stefánsson
Lagnahönnun: Kjartan Garðarsson
Byggingarstjóri: Ölfusborg ehf, Sindri Grétarsson húsasmíðameistari
Húsasmíðameistari: Grétar Bjarnason
Rafvirkjameistari: Helgi S Sigurðsson
Pípulagningameistari: Vilhjálmur S Bjarnason
Múrarameistari: Jóhannes Unnar Barkarson
Málarameistari: Hjálmar Þór Arnarson



** SJÓN ER SÖGU RÍKARI **

Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar: 
Verslun og þjónusta: Hér má m.a. finna: 
Apótekarann.
Bakaríið Kaffi Skjóðan
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook: kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.
Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði 

Veitingastaðina: Thai Sakhon Restaurant (facebook: thai sakhon restaurant)
Svarta Sauðinn (facebook: svarti sauðurinn)
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar. Einnig er hér ÓB-stöð.
Caffe Bristól.

Hér er mjög góð heilsugæsla.
Hér er tannlæknir.

Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins:
Mjög gott bókasafn (facebook: Bæjarbókasafn Ölfuss) Landsbankinn

Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga og er aðstaða til íþróttaiðkunar öll til mikillar fyrirmyndar.
Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Motorcrossá braut rétt utan við bæinn.
Hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring
Golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl. Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk. Jógastúdíó (Jógahornið). Öflug sjúkraþjálfun.

Afþreying er hér af ýmsum toga:

hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga. 
Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér. Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi. 
Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni. 
Einnig er hér: Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss). 
Hinir ýmsu kórar (facebook: Tónar og Trix, Kyrjukórinn, ofl.) Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook: Kiwanisklúbburinn Ölver) O.sfr. o.s.frv.  
** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á: www.hafnarfrettir.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35