Lindargata 37, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 54,9
Stærð 104
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 526
Skráð 3.7.2019
Fjarlægt 10.7.2019
Byggingarár 2010
mbl.is

Eignamiðlun kynnir: 

Glæsileg 3ja herbergja 104,3 fm íbúð á 1. hæð með svölum til suðausturs í Skuggahverfinu.  Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu - Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 229-7898, nánar tiltekið eign merkt 01-02.  Íbúðin er skráð 95,8 fm og sérgeymsla í sameign merkt 0013 er skráð 8,5 fm. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu merkt 16B-07.

Húsið er hannað af arkitektastofunum Schmitdt, Hammer og Larssen, og Hornsteinum. Fullbúin íbúð. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsum eru flísalögð. Veggir staðsteyptir og hlaðnir. Sama gildir um létta innveggi. Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir í tæplega hurðarhæð. Veggir í þvottahúsum eru málaðir. Lofthæð í íbúðum er yfirleitt um 2,7 metrar, nema þar sem loft eru niðurtekin. Innréttingar eru íslensk sérsmíði frá Axis innréttingasmiðju. Borðplötur eru úr kvarsi eða granít. Fataskápar eru íslensk sérsmíði frá Axis innréttingasmiðju.  Mynddyrasími. Raftæki í eldhúsi eru að Miele gerð frá Eirvík. Íbúðin er að fullu hituð upp með gólfhitakerfi.

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.

Nánari upplýsingar veitir 
Herdís Valb. Hölludóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 694-6166, tölvupóstur herdis@eignamidlun.is
Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.

 

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35