Framnesvegur 10, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 54 daga á skrá

Verð 75,0
Stærð 92
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 818
Skráð 16.12.2023
Fjarlægt 9.2.2024
Byggingarár 1929
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Góð fimm herbergja íbúð á tveimur hæðum á vinsælum stað í gamla Vesturbænum. 

Bókið skoðun hjá Kára í síma 899-8815 eða með tölvupósti á kari@eignamidlun.is 
 
Smellið hér til að sækja söluyfirlit 

Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 201 við Framnesveg 10, 101 Reykjavík, F2000735. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 91,7 fm. Eignin er að hluta undir súð svo gólfflötur er stærri en birtir fermetrar segja til um. Íbúðin skiptist í anddyri stiga upp á 2. hæð, stigapall / gang, þvottahús með snyrtingu, eldhús, borðstofu og stofu, stiga upp á 3. hæð þar sem eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og loks háaloft. Geymsluskúr er á lóð en hann er ekki inni í birtum fermetrum. Garður fyrir framan hús og fyrir aftan sem snýr að Borgarstíg.

Fasteignamat 2024 = 73.000.000 kr. 

Nánari lýsing: 
Neðri hæð.
Anddyri flísar á gólfi, tröppur upp parket á gólfi. 
Eldhús. Stór eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, gashelluborð. Parket á gólfi. 
Borðstofa og stofa eru bjartar og í góðri tengingu við eldhús. Parket á gólfi. 
Þvottahús / snyrting eru með góðu skápaplássi, upphengdu salerni, handlaug og þvottaaðstöðu. Opnanlegur gluggi. 
Efri hæð er rishæð þar sem hluti er undir súð svo gólfflötur er stærri en birtir fermetrar segja til um:
Svefnherbergi 1 er rúmgott með aukinni lofthæð og tveimur þakgluggum. Parket á gólfi. Aðgengi að geymslurými á háalofti er úr herberginu. 
Svefnherbergi 2 er með þakglugga. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 3 er með þakglugga. Parket á gólfi. 
Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu með skúffum. Salerni, baðkar með sturtu. Handklæðaofn. Þakgluggi. Hvítar flísar á gólfi, á og við baðkarið og á veggjum. 

Framnesvegur 10 stendur á 151,9 fm leigulóð skv. endurnýjuðum lóðarleigusamningi til 75 ára frá 1. apríl 2018.

Hiti er sameiginlegur en rafmagn er á sérmæli fyrir íbúðina. 

Nánari upplýsingar veitir Kári Sighvatsson lögfr. og löggiltur fasteignasali í síma 899-8815 eða á netfanginu kari@eignamidlun.is

1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31