Vefarastræti 40, 270

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 72,9
Stærð 98
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 745
Skráð 25.5.2023
Fjarlægt 1.6.2023
Byggingarár 2018
mbl.is


Trausti fasteignasala og Halldór Frímannsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu eignina Vefarastræti 40, 270 Mosfellsbær, nánar tiltekið eign merkt 03-03, fastanúmer 236-6470 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin er falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja útsýnis- og  endaíbúð á 3ju hæð, með stæði í bílageymslu á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Stutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu ásamt frábæru útivistarsvæði í Helgafellslandinu.

Birt stærð skv. Þjóðskrá íslands: 97,8fm, þar af geymsla í kjallara 5,5 fm.

Nánari lýsing:
Anddyri: Er flísalagt með fataskáp.
Hjónaherbergi: Er með rúmgóðum fataskáp.
Barnaherbergi I og II: Eru með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt með gólfhita og handklæðaofni. Upphengt salerni og sturta. Dökk innrétting og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Með dökkri L-laga innréttingu, háfur. Útgengt er á svalir.
Stofa: Er björt og opið er inn í eldhús.
Geymsla: Í kjalla, skráð 5,5 fm.merkt 0006
Stæði í bílageymslu með bílahleðslustöð fylgir eigninni merkt B08
Innréttingar, skápar og hurðir:
  Innréttingar eru frá Formus. Eldhúsinnrétting, baðinnrétting og fataskápar eru með dökkri viðarharðklæðningu (Egger) með mattri áferð. Innfelld lýsing er undir efriskápum. Borðplata í eldhúsi er hvít af gerðinni CHPL ( Compact High Pressure Laminate) með undirlímdum vaski frá Franke. Borðplata á baði er hvít af gerðinni HPL (High pressure Laminate). Allar brautir og lamir eru með ljúflokun frá Blum. Innihurðir eru 2,1m háar, yfirfelldar og hvítlakkaðar frá Ebson.

Íbúðin er parketlögð með harðparketi að forstofu og baðherbergi undaskyldu, þar er flísalagt.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Frímannsson, löggiltur fasteignasali, í síma 660-5312 eða á netfanginu halldor@trausti.is. 
Athygli vakin á ættartengslum eiganda og fasteignasala.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23