Sléttuvegur 15, 103

Fjarlægð/Seld - Eignin var tekin út samdægurs

Verð 76,5
Stærð 108
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 710
Skráð 16.5.2023
Fjarlægt 17.5.2023
Byggingarár 1992
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Afar rúmgóð og björt 107.7 fm 2-3 ja herbergja íbúð að Sléttuvegur 15 að meðtöldum sér stæðum bílskúr. Íbúðin er staðsett á eftirsóttu stað í góðu lyftuhúsi sem er ætlað fyrir 55 ára og eldri. Íbúðin er með góðum yfirbyggðum svölum til suðurs sem hafa verið lokaðar af með opnanlegum glerlokunum og með glæsilegu útsýni yfir Fossvoginn.
Góð geymsla er á sömu hæð og íbúðin. 

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 203-3227, nánar tiltekið eign merkt 03-08.  Ibúðin er skráð 78 fm og sérgeymsla í sameign merkt 315 er skráð 6,6 fm. Eigninni fylgir bílskúr merktur 01-02 og er stærð bílskúrs 23,1 fm, birt heildarstærð 107.7 fm. Yfirbyggðar svalir eru til suðurs og eru skráðar 7,9 fm. Eignin skiptist í: Forstofu/hol, 1 svefnherbergi, 2 stofur, 1eldhús, 1 baðherb., geymslu og bílskúr.
Nánari upplýsingar veitir: Herdís Valb. Hölludóttir, s:  694-6166 - herdis@eignamidlun.is


* Fyrir 55 ára og eldri
* Lyftu hús
* Yfirbyggðar svalir
* Útsýni
* Húsvörður
* Bílskúr


Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Eldhús: Innréttingin er hvít og beikilituð með flísum á milli skápa og góðum borðkrók. Eldhúsið er aðskilið frá borðstofu/stofu með léttum vegg sem auðvelt er að fjarlægja.
Borðstofa/stofa: Rúmgóð og björt með parketi á gólfi og útgengi út á svalir.
Yfirbyggðar svalir: Flísalagðar og glæsilegt útsýni.
Stofa: Með parketi á gólfi en auðvelt er að loka af og búa til annað herbergi þar.
Baðherbergi: Með dúk á gólfi, hvítri innréttingu þar sem að tengi er fyrir þvottavél. Flísar á veggjum og sturtukleffi.
Geymsla: Með dúk á gólfi, rafmagni og léttum hillum.
Bílskúr: Rúmgóður með léttum hillum, rafmagni, hita, köldu vatni og rafknúnum hurðaopnara.
Aðgangur að þvottahúsi með sameignlegri þvottavél og þurrkara.

* Mikil og góð sameign er í húsinu, m.a., veislusalur, setustofa, snyrting, leikfimiaðstaða með tækjum og verönd með heitum potti. Hárgreiðslustofa og snyrtistofa er í húsinu og strætisvagnastoppistöð í göngufæri. Húsvörður er í húsinu og sorplúga á hæð.
* Iðgjald fyrir húseigendatryggingar er ekki innifalið í húsgjaldi, en hefur verið innheimt sérstaklega í byrjun árs. Hlutdeild
íbúðar 308 fyrir árið 2022 var um kr. 45.100. Góð staðsetning þar sem stutt er í helstu þjónustu s.s. heilsugæslu, matvöruverslanir, Kringluna ofl. Fallegar gönguleiðir er að finna í Fossvoginum og yfir í Öskjuhlíðina. 



Nánari upplýsingar veitir Herdís Valb. Hölludóttir löggiltur fasteignasali og lögfræðingur, í síma 694-6166, tölvupóstur herdis@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26