Ljósheimar 14-18, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 23 daga á skrá

Verð 39,5
Stærð 87
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 452
Skráð 2.6.2017
Fjarlægt 25.6.2017
Byggingarár 1965
mbl.is

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hrafntinna V. Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali s. 820-4242 eða hrafntinna@stakfell.is

Stakfell kynnir í einkasölu: 
Bjarta og vel staðsetta 4ra herbergja íbúð á 4. hæð við Ljósheima 14-18 í Reykjavík. Íbúðin er skráð 87.4 fm, þar af er sér geymsla í sameign 4.5 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, svalir, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Sér geymsla er í sameign ásamt tveimur sameiginlegum þvottahúsum og tveimur sameiginlegum hjólageymslum. Sameiginlegur inngangur í stiga/lyftuhúsi en sér inngangur af svölum.

Nánari lýsing: Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Eldhús er með ljósri innréttingu með flísum á milli skápa. Flísar á gólfi. Stofan er opin og björt. Parket á gólfi. Gengið er út á svalir bæði frá stofu og svefnherbergi. Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og brúnum mósaík flísum á vegg hjá baðkari. Á baðherbergi er salerni, handlaug og baðkar. Svefnherbergin þrjú eru parketlögð. Innbyggður fataskápur er í hjónaherbergi með nýlegum rennihurðum.
Sameign er snyrtileg. Sér geymsla er í sameign, sem er skráð 4.5 fm. Tvö sameiginlegt þvottahús eru í sameign ásamt tveimur sameiginlegum hjólageymslum.

Að sögn seljanda hafa eftirtaldar framkvæmdir átt sér stað síðustu ár:
Ný blöndunartæki eru í baðkari á baðherbergi.
Stofnlagnir voru endurnýjaðar c.a. árið 2013-2014.
Nýr ofn og helluborð í eldhúsi c.a. árið 2013.
Ný vörulyfta í sameign c.a. árið 2012-2013.
Glerveggur á framhlið hússins var settur ásamt lokunum á svalagöngum c.a. árið 2012.
Parket og innihurðir voru endurnýjaðar c.a. árið 2009.
Skipt var út ofnum og lögnum í íbúðinni c.a. árið 2007.

Um er að ræða íbúð á vinsælum og eftirsóttum stað þar sem stutt í alla helstu þjónustu og skóla.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31