Lautasmári 20, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 64,9
Stærð 86
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 755
Skráð 29.1.2024
Fjarlægt 9.2.2024
Byggingarár 1996
mbl.is


Gimli fasteignasala og Bárður H Tryggvason sölustjóri kynna Lautasmára 20, 201 Kópavogi.
Íbúðin er á 3 hæð (efstu) í litlu fjölbýlishúsi á frábærum stað í Smáranum. 
Íbúðin er mjög vel hönnuð og nýtist ótrúlega vel. Stofan rúmgóð. Bæði svefnherbergin rúmgóð. Gott skápapláss. Þvottaaðstaða á baði fyrir þvottavél og þurrkara. 

Skóli og leikskóli í göngufæri, glæsilegt íþróttasvæði Breiðabliks með bæði knattspyrnuhöll og æfingasvæði. Stutt í alla þjónustu og stofnbrautir.
Eignin Lautasmári 20 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 222-5480, birt stærð 86.0 fm. Nánar tiltekið eign merkt 03-02, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.


NÁNARI LÝSING:
Forstofa með skáp.
Svefnherbergin eru 2 með skápum.
Stofan rúmgóð með útgengi á góðar suðursvalir.
Eldhús með góðri innréttingu og tækjum.
Baðherbergið flísalagt með baðkari, góðum skápum og innréttingu. Flísalagt.
Parket á gólfum.
Sérgeymsla í kjallara, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Hússjóður er kr. 19,812 - Húsgjöld í stóra húsfélagið sem er Lautasmári 2-28 er kr. 1,250 á mánuði.  Engar yfirstandandi framkvæmdir.
Fasteignagjöld fyrir árið 2024 eru 236.918 á ári.

Niðurlag:

Frábærlega staðsett íbúð í Smárahverfi Kópavogs, afar fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, verslun, tómstundir, leik- og grunnskóla og gönguleiðir við Kópavogsdalinn. 
Stór og björt stofa, möguleiki á að opna rýmið enn frekar með því að fjarlægja vegg á milli eldhúss og stofu.
Fallegt eikarparket á gólfum í stofu og svefnherbergjum.
Rúmgóð tvö svefnherbergi með góðu skápaplássi. 
Innréttingar vel farnar.
Tengi fyrir þvottavél og þurrkara í baðherbergi en einnig sameiginlegt þvottahús í sameign.
Afar skjólgóðar suðursvalir.
Húsið gott og viðhaldslítið.
Stigagangur nýuppgerður, málaður og skipt um teppi, ljós og rofa. 
Rúmgóð geymsla í sameign.

Möguleiki er á stækkun íbúðarinnar upp í þakrými sem er í dag ónótað. Fordæmi eru fyrir slíkum framkvæmdum í eins byggingu að Lautasmára 26. Fyrir hendi eru burðarþolsteikningar til þess að stækka rýmið enn frekar ef vilji er fyrir hendi. Teikningar frá arkítekt eru til staðar en hafa ekki verið sendar til byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar til samþykktar. Samþykki eigenda íbúða stigagangsins eru fyrir hendi. Stækkun íbúðarinnar gæti bætt um 40 fermetrum við eignarhlutann. 

Nánari upplýsingar veitir: Bárður H Tryggvason sölustjóri, í síma 8965221, tölvupóstur bardur@gimli.is eða gimli@gimli.is


Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29