Bær 1, 520

Fjarlægð/Seld - Eignin var 724 daga á skrá

Verð 85,0
Stærð 886
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 96
Skráð 7.1.2018
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár
mbl.is

Eignatorg kynnir: Jörðin Bær 1, Kaldrananeshreppi, landnr. 141748, ásamt 50% eignarhluta í Grímsey á Steingrímsfirði. Í Grímsey stendur gestahús sem er fallegt bjálkahús með svefnplássi fyrir fjóra og fylgir með þessum eignarhluta. Jörðin á mikið óskipt land með Bæ 2 og ræktað land í séreign er nærri 14,9 hektarar. Fallegt tvílyft íbúðarhús og fjárhús og hlaða stendur á jörðinni. Mikil náttúrufegurð. Stutt í Drangsnes og Hólmavík. Fyrirhuguð er lagning hitaveitu og ljósleiðara á vegum sveitarfélagsins.
Í Grímsey er mikið fuglalíf, þ.m.t. mikið af lunda og æðarfugli.

Til greina koma skipti á fasteign á höfuðborgarsvæðinu.


Skv. skráningu Þjóðskrár eru byggingar eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1983, steypt, samtals 194 fm.
Fjárhús með áburðarkjallara, byggð 1982, steypt, samtals 406,4 fm.
Hlaða byggð 1981, steypt, samtals 286 fm.
Gestahús í Grímsey byggt 2005, samtals 14,9 fm.

Nánari lýsing:
Íbúðarhús: Forstofa með teppi á gólfi og forstofuskápum. Hol með parketi á gólfi. Herbergi með dúk á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi, hita í gólfi, fallegri innréttingu, borðkrók og gluggum. Gert er ráð fyrri uppþvottavél í innréttingu. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Búr með dúk á gólfi og hillum. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa, innréttingu og glugga. Geymsla með máluðu gólfi. Þvottahús með máluðu gólfi, vinnuborði, skolvaski, gluggum og hurð út.
Steyptur parketlagður stigi er upp á efri hæðina. Hol með máluðu gólfi. Rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi. Þetta herbergi var áður tvö og auðvelt að breyta til baka. Herbergi með plastparketi á gólfi. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og klæðaskápum. Baðherbergi með máluðu gólfi og baðkari.
Í risi er óeinangrað geymsluloft.
Tvær varmadælur eru í húsinu.

Fjárhús eru steypt með grindum og áburðarkjallara.

Gestahúsið í Grímsey er bjálkahús, óeinangrað, kynnt með gasi og hefur svefnpláss fyrir fjóra.

Jörðin er seld án framleiðsluréttar.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð


 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33