Rauðagerði - 108 Rvk, 108

Fjarlægð/Seld - Eignin var 8 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 263
Tegund Einbýli
Verð per fm
Skráð 27.3.2024
Fjarlægt 5.4.2024
Byggingarár 1981
mbl.is

 **HÆGT ER AÐ SKOÐA HÚSIÐ EFTIR PÁSKA**

TORG FASTEIGNASALA KYNNIR: Fallegt einbýlishús á þremur pöllum, með tvöföldum bílskúr auk ca 10 fm garðstofu, í  fjölskylduvænu hverfi í Reykjavík. Húsið er hannað af Helga Hjálmarssyni. Bílastæði fyrir framan hús. Fallega ræktuð lóð með verönd og útgeymslu.

Öll helsta þjónustu í næsta nágrenni, verslun, heilsugæsla ásamt skóla og leikskóla.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@fstorg.is.


Nánari lýsing:
Aðalhæð:
Anddyri með fatahengi.
Rúmgott hol og garðskáli með verönd. Aukin lofthæð er á aðalhæðinni.  Parket er á allri hæðinni.
Stofa og borðstofa eru í einu rými og arinn í miðju rýminu. Útgengt er úr stofu út á verönd sem liggur meðfram húsinu.
Opið eldhús með stein á borðum, spanhelluborði og bakarofni.
Efri pallur:
Af svefnherbergisgangi sést yfir nánast alla aðalhæðina.
Tvö rúmgóð herbergi, annað var gert úr tveimur barnaherbergjum og væri möguleiki á að skipta því upp aftur.
Gengið er út á svalir frá hjónaherberginu.
Baðherbergi með ljósum flísum í hólf og gólf og viðarlitaðri innréttingu.
Neðri pallur: 
Flísalagður gangur.
Barnaherberg með parketi.
Þvottaherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara og skápum. Sturta er inn af þvottahúsi.
Gestasalerni.
Geymsla.
50 fm bílskúr.


 

Myndir

Mynd 1