Goðheimar 5, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 96,8
Stærð 161
Tegund Hæðir
Verð per fm 602
Skráð 19.4.2023
Fjarlægt 5.5.2023
Byggingarár 1959
mbl.is

Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Falleg og vel skipulögð fimm til sex herbergja hæð með tveimur svölum og bílskúr á skemmtilegum stað í Goðheimum í Reykjavík. Eignin er skráð skv FMR 160,9 fm. og skiptist í rúmgóða forstofu, stofu, borðstofu, þrjú til fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu og eldhús með borðkrók. Innan íbúðar er þvottahús með rúmgóðri innréttingu og skolvaski. Geymsla er á jarðhæð og rúmgóður bílskúr með tengi fyrir rafhleðslu, sér rafmagnstöflu og gönguhurð. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, verslanir og veitingahús Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða ragnar@fstorg.is

Nánari lýsing: Komið er inn í sameiginlegan stigagang með íbúð á efstu hæð. Á stigapalli er innangengt í aðalrými íbúðar en einnig rúmgott herbergi sem áður voru tvö og lítið mál að breyta aftur. Á stigapalli er einnig sér gestasnyrting.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu þar sem stór gluggi birtir upp rýmið. Korkparket frá Þ.Þorgrímssyni er á allri íbúðinni nema baðherbergi og þvottahúsi.
Eldhús: Bjart eldhús með miklu skápaplássi, borðkrók og gluggum með opnanlegum fögum. Nýleg rúmgóð innrétting að hluta sem búið er ofni og combi örbylgjuofni í vinnuhæð, innbyggðum ísskáp og frystiskáp. Eldri hluti innréttingar er með helluborði, gufugleypi og uppþvottavél.
Stofa/borðstofa: Bæði stofan og borðstofan eru rúmgóðar í björtu samliggjandi rými. Úr stofu er útgengt út á suð-vestur svalir.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með sérsmíðuðum dökkum fataskáp og útgengt út á litlar svalir.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi eru tvö svefnherbergi, rúmgott barnaherbergi og annað sem er í dag bæði innangengt frá stigapalli og íbúð. Þar hefur veggur verið tekinn niður að hluta.
Baðherbergi: Baðherbergin eru tvö. Stærra baðherbergið er með flísalagt gólf og hluti veggja. Hvít innrétting með handlaug, hvítur skápur og baðkar með sturtuaðstöðu. Gestasalernið er með handlaug, hvítum skáp.
Þvottaherbergi: Sér þvottahús er innan íbúðar. Hvít innrétting með miklu skápaplássi, skolvaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi með opnanlegu fagi og dúkur á gólfi. 
Geymsla: Á jarðhæð sameignar er sérgeymsla með glugga og hillum.
Bílskúr: Bílskúrinn er með tengi fyrir rafhleðslu og nýlegri bílskúrshurð með gönguhurð og rafdrifnum hurðaopnara, vaskainnrétting með heitu og köldu vatni. Bílskúrinn er skráður skv. FMR 26,7 fm.  

Að sögn eiganda hafa miklar framkvæmdir verið gerðar á húsinu. Hluti af þakpappa og norðurhlið hússins lagfærð árið 2016. Gluggar á austurhlið voru endurnýjaðir árið 2017 og hluti glugga á suðurhlið voru endurnýjaðir árið 2019. Sett var ný bílskúrshurð, nýir gluggar í bílskúr og bílskúrsgólf flotað árið 2019. Þrjár nýjar hurðir þar af tvær eldvarnar sett upp. Nýtt parket var lagt á íbúðina árið 2019. Unnið var í rafmagni og vatni í bílskúr ásamt því að drena við enda bílskúrs árið 2020. Hluti af eldhúsinnréttingu og öll þvottahúsinnrétting var endurnýjuð árið 2021. 

Niðurlag: Virkilega falleg og skemmtileg sérhæð með bílskúr á vinsælum stað þar sem göngufæri er í flesta þjónustu, eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur og góðar almenningssamgöngur. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson fasteignasala GSM 844-6516, netfang: ragnar@fstorg.is. Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér ragnar@fstorg.is

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér ragnar@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28