Fífulind 11, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 11 dag á skrá

Verð 66,9
Stærð 90
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 747
Skráð 5.11.2023
Fjarlægt 17.11.2023
Byggingarár 1995
mbl.is

 
GARÐATORG EIGNAMIÐLUN KYNNIR TIL SÖLU BJARTA OG FALLEGA ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ VIÐ FÍFULIND 11 Í KÓPAVOGI.  

Um er að ræða rúmgóða og bjarta þriggja herbergja íbúð með svölum ásamt geymslu í sameign, samtals 89,5fm. Íbúðin er á þriðju hæð, merkt 201. Úr íbúðinni er fallegt útsýni.
Íbúðin er vel staðsett á vinsælum stað í góðu fjölbýlishúsi í Lindarhverfi Kópavogs. Hverfið er rólegt og gróið og var hannað sem fjölskylduvænt hverfi. Grunnskóli, leikskóli og lítill leikvöllur eru í næsta nágrenni. Ekki þarf að fara yfir götu til að ganga í grunnskóla.  Stutt er í alla helstu þjónustu, matvörubúðir, útivist og íþróttaiðkun.


Innra skipulag: Forstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, borðstofa með útgengi á svalir, stofa og eldhús. Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fallegum fataskáp.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa og borðstofa í sama rými. Gengið er út á svali úr borðstofu. 
Eldhús: Bjart með snyrtilegri hvítri innrétting og ljósum mosaik flísum á vegg. Gott skápapláss. Opið er úr eldhúsi inn í borðstofu.
Baðherbergi/þvottaaðstaða: Baðherbergið er með baðkari og sturtuklefa. Snyrtileg upprunaleg innrétting, flísar á gólfi og að hluta til á vegg. Inn af baðherbergi er þvottaaðstaða með rúmgóðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðum upprunalegum fataskápum og parketi á gólfi. 
Svefnherbergi II: Parket á gólfi.
Geymsla: Sér geymsla er í sameign.

Nýlegt parket er á allri íbúðinni og nýjar hurðir.
Sameign er snyrtileg og vel við haldið. 
Húsið sjálft er í góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald. Árið 2016 var farið í nokkrar framkvæmdi á húsinu að utan. Skipt var um járn á þaki, þakpappa, borðaklæðningu, hluta af einangrun, gert við sperrur á nokkrum stöðum, settur var nýr þakkantur og loftun lagfærð. Einnig var húsið málað að utan og skipt um öll opnanleg fög.

Góð aðkoma er að húsinu, næg sameiginleg bílastæði og 2 bílahleðslustöðvar.

Áætlað fasteingamat eignarinnar fyrir árið 2024 er 65.450.000.-kr

Upplýsingar um eignina veita:

Unnur Ýr Jónsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala s. 866-0507 unnur@gardatorg.is
Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali og Húsasmíðameistari s. 898-3708 eða sigurdur@gardatorg.is



GARÐATORG EIGNAMIÐLUN ER STAÐSETT Á LYNGÁSI 11 Í GARÐABÆ.  
Sýnum alla daga. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.000kr.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.




 
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25