Tryggvagata 13, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 42 daga á skrá

Verð 72,9
Stærð 75
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 976
Skráð 3.8.2023
Fjarlægt 15.9.2023
Byggingarár 2017
mbl.is

Einstaklega falleg og björt 2-3 herbergja íbúð í vönduðu lyftuhúsi á 3.hæð við Tryggvagötu 13 í Reykjavík.
Eignin skiptist þannig að íbúðarhlutinn er 72,8 fm og geymsla 1,9 fm, alls 74,7 fm skv. Fasteignaskrá.

OPIÐ HÚS miðvikudaginn 2. ágúst  frá kl. 17:00 - 17.30 við Tryggvagötu 13, íbúð 301 í Reykjavík, Svala Haraldsdóttir lgfs verður á staðnum.
Vinsamlegast skráið ykkur á opið hús með því að senda póst á svala@as.is


Nánari lýsing:
Forstofa með miklu skápaplássi.
Sjónvarpshol/herbergi er bjart með gólfsíðum glugga.
Stofa og eldhús í björtu alrými með útgengt út á suðursvalir.
Eldhús með hvítri HTH eldhúsinnréttingu og AEG tækjum. Uppþvottavél og ísskápur innbyggt.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi sem er vel skipulagt og með vönduðum innréttingum.
Baðherbergið er mjög vandað með ljósum flísum, walk-in sturtu, vegghengt salerni, innfelldum skáp undir spegli, handklæðaofni,
ásamt stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Suðursvalir eru með viðarþiljum á gólfi, samræmd led lýsing er í svalargleri.
Geymsla og sameiginleg langtíma hjóla og vagnageymsla er í kjallara.
Skammtíma hjóla-og vagnageymsla á jarðhæð.
Gólfefni íbúðar er olíuborið eikarparket fyrir utan baðherbergi sem er flísalagt.
Mögulegt er að breyta sjónvarpsholi í herbergi með lítilli fyrirhöfn.

*Gólfhiti.
*Lyklaust aðgengi.
*ABB free@home myndavéla- dyrasíma og ljósastýring.
*Innfelld lýsing í loftum.
*Íbúakort frá bílastæðasjóði.
*Sérsniðnar strimlagardínur fylgja.
*Hjólastóla aðgengi í íbúðum og sameign hússins.


Anddyri er tignarlegt og rúmgott með gott samverurými og skreytt með fallegum listaverkum eftir Leif Breiðfjörð og sjónsteypuveggjum.
Á gólfum anddyris er marmari sem lagður er á hljóðdempandi dúk.
Tveir inngangar eru í bygginguna, frá Geirsgötu og svo frá Geirsgötu. Aðalhönnuður og samræmingarhönnuður hússins er Hildigunnur Haraldsdóttir.

Einstök eign á frábærum stað sem vert er að skoða. Stutt í allt sem miðbær Reykjavíkur hefur uppá að bjóða eins og veitingastaði, söfn, menningu, verslun og fleira.




Nánari upplýsingar veitir Svala Haraldsdóttir löggiltur fasteignasali í s. 820-9699 / svala@as.is

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki sem hefur veitt alla almenna þjónustu í fasteignaviðskiptum frá árinu 1988.
www.facebook.com/asfasteignasala
www.instagram.com/as_fasteignasala
www.as.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26