Klapparstígur 5a, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 62,9
Stærð 105
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 600
Skráð 8.7.2021
Fjarlægt 18.7.2021
Byggingarár 1992
mbl.is

Domusnova fasteignasala kynnir rúmgóða 3ja herbergja íbúð á 3. hæð við Klapparstíg 5a í miðbæ Reykjavíkur. Lyfta er húsinu og stæði í bílageymslu fylgir með. Eignin er skráð 104,9 fm á stærð og þar af er geymslan 6 fm.

Íbúðin er með glugga í austur, suður og vestur og er því björt og skemmtileg. Úr stofunni er útsýni upp Klapparstíginn og út að sjó úr öðru svefnherberginu sem er nýtt sem hluti af stofunni í dag en hægt að breyta í herbergi.

Stigagangur hússins hefur nýlega verið tekin í gegn og lítur mjög vel út.

Á gólfum er dúkur nema það eru flísar á baðherbergi.

Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar árið 2022 er kr. 59.250.000.

Íbúðin er laus við kaupsamning.


Nánari lýsing:
Anddyri / hol: holið er með fataskápum.
Eldhús: eldhúsið er með hvítri eldhúsinnréttingu með miklu skápaplássi og borðkrók.
Stofa / borðstofa: stofan / borðstofan eru samliggjandi með útgengi á yfirbyggðar svalir sem snúa í austur með útsýni inn í garðinn.
Svefnherbergi I: svefnherbergið er rúmgott með fataskápum.
Svefnherbergi II: svefnherbergið er í dag opið og hluti af stofunni. Hhægt að setja upp vegg til að loka því.
Baðherbergi: baðherbergið er með hvítri innréttingu, sturtuklefa, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi og veggjum.
Geymsla: 6 fm sérgeymsla í kjallara.
Þvottahús: sameiginlegt þvottahús í kjallara þar sem hægt er að tengja eigin vel. Ath. að það er aðstoðfa fyrir þvottavél og þurrkara inná baðherbergi.
Bílageymsla: sérstæði í upphitaðri bílageymslu.

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699 4407 eða á netfangið snorri@domusnova.is
Skrifstofa Domusnova fasteignasölu í  527-1717 eða á netfangið eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30