Stekkjarkinn 9, 220

Fjarlægð/Seld - Eignin var 64 daga á skrá

Verð 119,9
Stærð 235
Tegund Einbýli
Verð per fm 509
Skráð 8.12.2022
Fjarlægt 10.2.2023
Byggingarár 1959
mbl.is

Palsson Fasteignasala kynnir:

Mikið endurnýjað og fallegt einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, bílskúr og palli. 

* Sólpallur til suðurs með heitum potti
* Innangengur bílskúr, rúmgóður skráður 35 m2
* Endurnýjað eldhús og baðherbergi
* Þakjárn endurnýjað 2019 og þakrennur 2021

* Endurnýjuð rafmagnstafla
* Húsið málað að utan 2021


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. Í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is

******palssonfasteignasala.is*****
*****verdmat.is****

Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 235,40 m2

Endurnýjun sem hefur átt sér stað á eigninni frá á árunum 2016-2021
Húsið málað að utan 2021 og sett epoxy á gólf á bílskúr.
Á efri hæð var endurnýjun: Eldhús og baðherbergi, allt gólfefni og settur í gólfhiti.
Þak og gluggar: Skipt var um þakjárn 2019 og gluggar í eldhúsi voru endurnýjaðir. Þakrennur endurnýjaðar 2021
Lagnir og dren: Frárennslislagnir voru endurnýjaðar sumarið 2019,  einnig hafa neysluvatnslagnir verið endurnýjaðar að mestum hluta. Búið er að leggja dren við suður og austurhlið hússins. Raflagnir endurnýjaðar að hluta og sett ný rafmagnstafla. Lagt dren og vatnslagnir undir pall fyrir heitan pott. Heitur pottur var settur upp 2021.
Hurðir: Aðal-útidyrahurð og hurð á vinstri hlið húss hafa verið endurnýjaðar. Þá hefur líka verið endurnýjuð bílskúrshurð með rafmagns-opnara.

1. hæð skiptist í forstofu, geymslu, hol, stofu, borðstofu, sólstofu, eldhús, baðherbergi og 3 svefnherbergi.
Forstofa er flísalögð.
Geymsla er inn af forstofu, var áður gestasalerni.
Hol er með parket á gólfi og flísum við forstofu.
Stofa og borðstofa eru rúmgott og bjart rými, opnað hefur verið á milli. Parket á gólfi, innbyggð lýsing í lofti. Úr borðstofu er útgengt út í yfirbyggða sólstofu.
Sólstofan er rúmgóð og snýr til Suðurs. Úr henni er útgengt út á sólpall til suðausturs með heitum potti og gróinn afgirtan garð.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni, baðkari með sturtu, handlaug með skúffum, speglaskáp og handklæðaofn.
Eldhús er með rúmgóðri innréttingu með innbygðri uppþvottavél, bakarofn í vinnuhæð, helluborði og viftu. Borðkrókur með bekk og borði.
Hjónaherbergi er með parket á gólfi og fataskáp.
Tvö önnur svefnherbergi eru á hæðinni með parket á gólfi.

Jarðhæð skiptist í hol, svefnherbergi, þvottahús og bílskúr.
Hol er með parket á gólfi og innbyggðum fataskáp. Útgengi út húsinu.
Svefnherbergi er rúmgott með kork á gólfi.
Þvottahús er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt klósett og vask.
Bílskúr er rúmgóður með hita, vatni og rafmagni. Innrétting á vegg. Innangengur frá húsi. Epoxy á gólfi. Manngeng hurð með rafdrifnum opnara.

Góð eign á vinsælum og rótgrónum stað í Hafnarfirði þar sem stutt er að sækja leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og aðra þjónustu.

Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendur
Nýjustu fréttir af fasteignamarkaðnum

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33