Urðarstekkur 7, 109

Fjarlægð/Seld - Eignin var 35 daga á skrá

Verð 159,0
Stærð 223
Tegund Einbýli
Verð per fm 714
Skráð 21.3.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 1968
mbl.is

***OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAG 3. APRÍL FRÁ KL 17:30-18:00***Miklaborg og Jórunn lgfs kynna: Urðarstekk 7 Reykjavík, einbýlishús á stórri 812 fm. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1967. Húsið er að stærð 222,6 fm og byggt í funkis stíl á tveimur hæðum. Bílskúrinn er 28,7 fm að stærð. Gengið er inn í húsið á austurhlið, gengið er upp hálfa hæð áður en komið er að forstofu. Forstofan er með góðum fataskápum, úr forstofu er innangengt á snyrtingu. Á efri hæð er forstofa, hol, þrjú svefnherbergi (voru á teikningu 4) baðherbergi, þvottahús, eldhús, borðstofa og stofa. Úr holi er stigi niður á neðri hæð. Neðri hæð: sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Möguleiki er að opna inn í bílskúr sem er með gluggum til vesturs og gera sér íbúð á neðri hæð. Bílaplan fyrir tvo bíla. Dásamlegur suður garður með útgengi úr holi á rúmgóðan pall með heitum potti og afgirtum gróðri sem afmarkar lóðarmörkin. Á lóð er stór flötur til leikja.


Um er að ræða glæsilegt hús í rólegu grónu hverfi, þar sem stutt er á stofnbrautir. Góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk þar sem öll helsta þjónusta er í göngufæri.

**PANTIÐ EINKASKOÐUN***


Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgfs í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Húsið er byggt árið 1968 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið stendur á sérstaklega stórri lóð sem er 812 fm. húsið er 2. hæða og möguleiki á að hafa sér íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Einnig er heimild að stækka húsið um 40fm stækkun á hvorri hæð. Samtals 80fm


Efri hæð: gengið er upp hálfa hæð á efri hæð, komið er inn í forstofu sem er með skápum. Úr forstofu er innangengt í þvottahús og snyrtingu. Þegar komið er inn í hol úr forstofu, blasa við falleg opin rými, stofur með glugga í þrjár áttir. Eldhúsið er lokað af með fallegri hvítri innréttingu og góðum borðkróki. Úr eldhúsi er innangengt í búr. Stofur sérstaklega fallegar og eru L laga. Fallegir stórir gluggar í stofu þar sem næst góð tenging við garðinn. Svefnherbergin eru í dag þrjú en eru samkvæmt teikningu 4. Á svefnherbergisgangi er einnig baðherbergi sem er flísalagt og með góðri snyrtiaðstöðu, innréttingu undir handlaug og skápar til hliðar við spegil, á baði er einnig gluggi . Úr svefnherbergisgangi er útgengt út á sólríkan pall. Pallurinn er í miklu skjóli þar sem húsið er byggt í L. Á lóð er einnig heitur pottur. Lóðin er girt af með fallegum trjágróðri.

Neðri hæð: úr holi efri hæðar er stigi niður í sjónvarpshol/vinnuherbergi sem er mjög rúmgott en gluggalaust. Svefnherbergið á neðri hæð er mjög rúmgott og með skápum, þar væri hægt að hafa innangengt í bílskúr ef vill en því hefur verið lokað. Á neðri hæð er snyrting með sturtu aðstöðu. Einnig er á neðri hæð geymsla innan íbúðar svo er önnur geymsla undir útitröppum sem er köld. Einnig er sér inngangur inn á neðri hæð við austurhlið hússins.

Bílskúrinn: sem er upphitaður, þar er heitt og kalt vatn, ásamt rafmagni og er með gluggum á vestur hlið hússins. Auðvelt væri að breyta ef vill og tengja við rýmin niðri til að gera sér íbúð þar.


Um er að ræða fallegt einbýlishús sem er auðvelt að gera að sínu, í grónu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir og alla almenna þjónustu. Einnig möguleiki á að gera auka íbúð à jarðhæð með sér inngangi. Rólegt og gróið hverfi.


**PANTIÐ EINKASKOÐUN**


Allar nánari upplýsingar gefur Jórunn í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48