Klapparstígur 5 - efri hæð, 600

Fjarlægð/Seld - Eignin var 63 daga á skrá

Verð 54,9
Stærð 120
Tegund Hæðir
Verð per fm 458
Skráð 29.6.2023
Fjarlægt 1.9.2023
Byggingarár 1938
mbl.is

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala 

Klapparstígur 5  efri hæð 

Um er að ræða rúmgóða efri sér hæð í tvíbýlishúsi miðsvæðis á Akureyri með góðu útsýni. Eignin er staðsett í botnlangagötu ofan við Akureyrarvöll. Húsið er byggt árið 1938 og viðbygging árið 1966 sem er norðurhlutinn á húsinu.

Eignin skiptist í inngang vestan við hús, þvottahús og geymsla, eldhús, búr/geymsla, stofa/borðstofa, sjónvarpshol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. 
Anddyri
er vestan við hús og er gengið um stétt norðan við hús. Flísar á gólfi, ofn ótengdur í anddyri. Farið beint upp parketlagðan stiga upp á hæðina. Úr anddyri er gengið inn í þvottahús og geymslu. 
Þvottahús og geymsla, málað gólf, bæði inngengt úr íbúð og sér inngangur. Áður var þetta sameignarrými sem búið er að skipta upp og er því núna séreign efri hæðar. 
Eldhús með dúk á gólfi, upprunaleg innrétting með flísum milli efri og neðri skápa, borðkrókur í eldhúsi. 
Búr/geymsla er á gangi framan við eldhús. 
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi, stór gluggi með góðu útsýni til austurs. 
Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Möguleiki er að útbúa herbergi í sjónvarpsholi, var áður herbergi. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefi og opnanlegur gluggi, gott skápapláss á baðherbergi. 
Svefnherbergin eru þrjú öll eru þau með dúk á gólfi og er skápur í einu þeirra. 

Samkvæmt þjóðskrá Íslands er eignin skráð samtals 120 fm. að stærð og til viðbótar þvotthúsrýmið sem er nú séreign íbúðar sem og bakdyrainngangurinn eftir samkomulag um breytingar sem gerðar voru sb. skjal þinglýst sem kvöð á eign. 
Eins voru gerðar breytingar á skiptingu á lóð, lóðin vestan við hús tilheyrir efri hæðinni.  


Annað: 
- Þak endurnýjað 2015
- Húsið málað að utan og gert við múrskemmdir 2016
- Ljósleiðari
- Timburgólf í eldri hlutanum. 
- Nýjar vatnslagnir úr eldhúsi í grind. 
- Íbúðin er að mestu leyti upprunaleg og er kominn tími á ýmisslegt innandyra.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Frekari upplýsingar:
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29