Reynimelur 92, 107

Fjarlægð/Seld - Eignin var 14 daga á skrá

Verð 63,4
Stærð 70
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 901
Skráð 2.5.2024
Fjarlægt 17.5.2024
Byggingarár 1966
mbl.is

Eignin er seld, er í fjármögnun!

STOFN Fasteignasala og Benedikt Ólafsson Lgf. kynna: Í einkasölu mjög bjarta og fallega 70.4 fm. 3ja herbergja íbúð á 4. hæð með stórbrotnu útsýni á mjög eftirsóttum stað í hjarta Vesturbæjar við Reynimel 92, 107 Reykjavík.
Stutt í alla helstu þjónustu, Íþróttarfélögin, skóla, verslanir og aðra þjónustu. Eignin Reynimelur 92 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-6035, birt stærð 70.4 fm.

"Smelltu hér til að fá söluyfirlit strax í hendurnar á þér"
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is
Skipting eignar:
Anddyri/ hol, stofa/ borðstofa, eldhús, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara innan baðherb., geymsla, sameiginleg hjóla og vagnageymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og þurrkherbergi.

Nánari lýsing.
Andyri/ forstofa með fataskáp, loft niðurtekið með innfelldri hallogen lýsingu, flísar á gólfi.
Hol með parket á gólfi, loft í holi niðurtekið með innfelldri Hallogen lýsing.
Eldhús nýlega uppgert með snyrtilegri hvítri innréttingu, nýleg eldavél og helluborð, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á milli skápa, mikið skápapláss, loft niðurtekið að hluta til með innfelldri Hallogen lýsingu, flísar á gólfi.
Stofan/borðstofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Útgengi á góðar svalir sem snúa í suður og vestur með stórbrotnu útsýni.
Hjónaherbergi rúmgott með miklu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf með lítilli innréttingu, sturta, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Þvottahús sameiginlegt þvotttahús í kjallara ásamt góðri þurrkaðstöðu.
Sérgeymsla innan sameignar með hillum. 
Hjóla og vagnageymsla sameiginleg í kjallara.
Snyrtileg sameign, nýlega málað og nýlegt teppi á stigagangi.
Mjög góð staðsetning, rétt við Íþróttafélagið KR, göngufæri við Melabúðina, Kaffihús vesturbæjar og ekki má gleyma Sundlaug vesturbæjar. 
Framkvæmdir á húsi sem hefur verið farið í á seinustu árum eru eftirfarandi:
Að sögn eiganda hefur húsið fengið gott viðhald á undanförnum árum, farið hefur verið í múrviðgerðir og húsið málað, bílaplanið malbikað, skipt um frárennslislagnir. Snjóbræðslukerfi í gangstéttinni fyrir framan hús, snyrtileg lóð. Sameignin máluð, skipt um teppi á stigagangi og sett upp nýtt dyrasímakerfi.

"Vegna mikillar sölu vantar okkur allar stærðir- og gerðir fasteigna á sölu, mikill metnaður, fagleg vinnubrögð"
Ert þú að fara selja og vantar trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu með þinn hag í fyrirrúmi?  Þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna mikillar sölu!

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32