Tunguvegur 12, 260

Fjarlægð/Seld - Eignin var 603 daga á skrá

Verð 13,9
Stærð 75
Tegund Hæðir
Verð per fm 184
Skráð 10.6.2014
Fjarlægt 3.2.2016
Byggingarár 1953
mbl.is

Góð 3ja - 4ra herbergja kjallara íbúð við Tunguveg í Njarðvík. Íbúðin er með sér inngangi. Eign sem hefur verið ágætlega vel við haldið. Afhending samkomulag. Áhvílandi lán á eigninni, að upphæð ca 12,8 milljónir króna og ber lánið 5,6% vexti. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Nánari lýsing.
Gengið er niður nokkrar tröppur að inngangi. Komið inn í anddyri og þaðan í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðar. Úr forstofu er gengið inn í eitt svefnherbergið. Stofan er sérlega rúmgóð. Einnig eru tvö rúmgóð svefnherbergi og er annað þeirra með skápum. Eldhús er innréttað með hvítri innréttingu, þar er gluggi og góður borðkrókur. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, þar er sturta, upphengt klósett, falleg innrétting undir handlaug og stór spegill fyrir ofan handlaug.

Gólfefni: Flísar í forstofu, baðherbergi og eldhúsi. Parket á holi, stofum og
svefnherbergjum.

Endurnýjað hefur verið skolp, vatnslagnir hafa verið yfirfarnar, einnig hefur rafmagn verið yfirfarið að sögn eiganda.

Staðsetning / hverfi: Einstök staðsetning, barnaskóla, íþróttasvæði, sundlaug, og verslanir allt í göngu færi.  

Reykjanesbær er þekktur sem lista‐og menningarbær. Þar hefur blómgast öflugt og aðlaðandi lista og menningarlíf.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19