Dalbrekka 2, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð 79,9
Stærð 140
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 571
Skráð 8.12.2020
Fjarlægt 11.12.2020
Byggingarár 2019
mbl.is

Opið hús: Dalbrekka 2, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 06 02. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 10. desember 2020 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

***NÝTT Á SKRÁ - Sýnum samdægurs 618-9999 eða 777-2288***

Stakfell fasteignasala kynnir: Glæsilega 139,9fm útsýnisíbúð á 6.hæð, þar af er 6,9fm geymsla. Íbúðinni fylgja tvö sérmerkt bílastæði í bílahúsi undir húsinu. Skv fmr er eignin skráð á byggingarstig 4 en verður afhend á byggingarstigi 7.

VEGNA COVID: vinsamlegast bókið skoðun í síma 618-9999 og mætið með grímur. Handspritt verður á staðnum.

Allar nánari upplýsingar um eignina & skoðanir veitir:

Halldór Kristján Sigurðsson lögg.fasteignasali s. 618-9999 eða halldor@stakfell.is og Jón G. Sandholt löggiltur fasteignasali s. 777-2288 eða jonjr@stakfell.is

NÁNARI LÝSING:

Forstofa með fataskáp
Baðherbergi er flísalagt með flísalögðum sturtuklefa.
Þvottahús er með flísum á gólfi og aðgengi út á svalir
Eldhús er með vönduðum tækjum og tækjum.
Stofa og borðstofa er samliggjandi í stóru rými með útgengi á svalir.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi er með fataskáp.
Svefnherbergi II er með fataskáp.
Tvö merkt bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni.
Sérgeymsla er í sameign

Nánari upplýsingar veita Halldór Kristján Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, s:6189999,  tölvupóstur halldor@stakfell.is og Jón Guðni Sandholt Löggiltur fasteignasali s:7772288 jonjr@stakfell.is

Ítarlegri lýsing skv. skilalýsingu

Frágangur utanhúss:

Húsið skilast fullbúið að utan. Burðarvirki hússins er steinsteypt með hefðbundnum hætti og útveggir klæddir að utan og einangraðir með steinull.
Veðurkápa hússins saman stendur af mismunandi klæðningum ss. láréttri smábáru, sléttri álklæðningu, múrsteinsklæðningu og viðarklæðningu. Milli veðurkápu og staðsteyptra útveggja eru 125 mm steinullarplötur. Klæðning í innanverðar svalir er lerki.
Mynddyrasími er við alla innganga í stigahús.
Lóð er sameiginleg og verður frágengin. Á lóð verða malbikuð bílastæði fyrir íbúa og gesti þeirra. Gönguleiðir að stigahúsum verða snjóbræddar og hellulagðar. Aðrar gönguleiðir verða hellulagðar, steinsteyptar eða malbikaðar. Opin svæði verða frágengin með grasi og lággróðri í samræmi við fyrirliggjandi lóðarteikningar. 
Frágangur innanhúss:
Eldhúsinnrétting er samkvæmt teikningu og úr harðplastefni með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Borðplata er harðplast með steináferð. Allar úthliðar innréttinga eru með eikaráferð eða sprautulakkaðar í ljósum lit í samráði við kaupanda. Allar innréttingar verða keyptar af viðurkenndum framleiðanda með langa viðskiptasögu.
Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, spanhelluborð og háfur með kolasíu af viðurkenndri gerð AEG eða sambærilegt og ekki af ódýrustu gerð heldur verða valin tæki í milli verðflokki. Gert er ráð fyrir plássi og tengingum fyrir uppþvottavél. Uppþvottavél fylgir ekki íbúðum. Blöndunartæki í eldhúsi eru svokölluð „einnarhandar“ tæki af vandaðri gerð Grohe eða sambærilegt.
Baðherbergi er með upphengt salerni. Glerskilrúm aðskilur sturtugólf sem er einhalla og aðskilið frá baðgólfi með lítilli brún. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru svo kölluð „einnarhandar“ tæki. Í baðherbergi er sturta. Hitastillir er á blöndunartækjum. Handlaug og „einnarhandar“ blöndunartæki eru í borði. Gólfniðurföll eru í öllum baðherbergjum. Tengingar eru fyrir þvottavél og þurrkara inn á öllum böðum.
Innihurðar eru hvítar, úr harðplastefni. (frá Parka eða sambærilegum umboðsaðila)
Sameign er fullfrágengin og upphituð. Lýsing í sameign verður fullbúin með tímarofa og/eða hreyfiskynjara.
Gólf í anddyri, þvottahúsi og baðherbergi er flísalagt. Veggir í anddyri eru spartlaðir og málaðir með þremur umferðum í ljósum lit. Loft eru spörtluð og máluð með þremur umferðum í ljósum lit. Anddyristafla og póstkassar eru í anddyri. Fullfrágenginn mynddyrasími er í aðalanddyri og tengdur skjá í íbúð. Hvítlakkaðir ofnar eru í anddyrum.
Lyfta í stigahúsi er með lyftuhurð úr burstuðu stáli. Lyftuklefinn er með flísalögðu gólfi og veggklæðning úr burstuðu stáli auk spegils.
Í stigahúsi er stigi teppalagður með vönduðu og slitsterku teppi. Veggir og loft eru sandspörtluð og máluð með þremur umferðum í ljósum lit. Handrið stiga eru uppsett stálhandrið. Hvítlakkaðir ofnar eru í stigahúsi.
Bílastæðin eru sérmerkt íbúðinni. Veggir og loft eru slípuð og rykbundin. Gólf er steypt og slípað án frekari meðhöndlunar. Bílageymslan er ekki upphituð en frostfrí. Bílageymslan er búin samtengdum reykskynjurum og vatnsúðakerfi. Bílgeymsluhurðir eru með fjarstýrðum opnurum.


-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
5. Kaupandi greiðir skipulagsgjald frá bæjarfélaginu þegar þess verður krafist (ca 3-6 mán, eftir afhendingu 0,3% af brunabótamati).

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26