Holtsvegur 25, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 35 daga á skrá

Verð 37,2
Stærð 96
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 388
Skráð 30.11.2015
Fjarlægt 4.1.2016
Byggingarár 2014
mbl.is


AUÐVELD KAUP! Hægt að fá seljandalán! Allt að 90% fjármögnun...! Kynntu þér málið nánar í síma 895-9120 eða bjarni@fstorg.is  

Fasteignasalan TORG kynnir
  nýja 3ja herbergja 95,8fm fullbúna íbúð án gólfefna á þriðju hæð merkta 0305. Íbúðin sjálf er skráð 87,2fm að stærð og að auki er geymsla merkt 0115 sem er skráð 8,6fm. Alls er því um að ræða 95,8fm eign samkv. FMR upplýsingum. Eitt bílastæði í bílastæðahúsi fylgir íbúðinni, merkt B08. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa, geymsla og hjólageymsla í sameign. Um er að ræða glæsilega nýja íbúð á einum besta og fallegasta stað á höfuðborgarsvæðinu, Urriðaholti í Garðabæ. Fallegt og gott útsýni, stutt í verslun þjónustu   og óspillta náttúru. Framkvæmdir við grunn-og leikskóla, sundlaug og íþróttamannvirki eru ákveðnar og áætlað að opna haustið 2016. 
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Tómas sölufulltrúi í síma 895-9120 eða bjarni@fstorg.is

Holtsvegur 23-25 Urriðaholti í Garðabæ. 

Nánari lýsing:

Frágangur utanhúss:

Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt filt múrað og málað. Stigagangar eru einangraðir að utan og klæddir sléttu áli með innbrenndum lit. Gluggar eru málaðir samlímdir trégluggar, ísteyptir nema þar sem þeir koma í utanhúss klæðningu við stiga- og lyftuhús. Útihurðir eru lakkaðar og með 3ja punkta læsingu. Svalahandrið eru úr ryðfríu stáli og pólyhúðuð. Svalagólf skilast með steyptri yfirborðs áferð. Bílageymsla er sílanhúðuð sjónsteypa. Öll utanhúss lýsing fylgir með ásamt garðlýsingu.

Þak er staðsteypt, vatnsvarið með þremur lögum af eldsoðinn tjörupappa. Þar ofan á einangrun, jarðvegsfilt og sjávarmöl og holtagras er endanlegt yfirborð. Húsið verður málað ljósum litum með litbrigðum á stigagöngum og handriðum að vali arkitekta.
Lóð:
Lóð verður fullfrágengin, stoðveggir þar sem við á með steyptri áferð. Núverandi klöpp verður hreinsuð og látin halda sér eins og kostur er. Bílastæði og aðreinar verða malbikaðar og gangstígar hellulagðir. Lóð verður tyrfð. Lóð yfir bílageymslu verður hellulögð, tyrfð holtagrasi og sjávarmöl þar sem við á.
Sameign:
Anddyri verða flísalögð, önnur gólf og stigar í stigagöngum verða teppalögð slitsterku teppi. Handrið verða máluð. Í anddyri verður dyrasími og póstkassar verða uppsettir. Rúmgóðar og vandaðar lyftur eru í báðum stigahúsum.

Bílageymsla, veggir og loft með steyptri áferð ómeðhöndluð, gólf vélslípuð. Geymslur, tæknirými og geymslugangar verða frágengin á eftirfarandi hátt:

Léttir veggir verða ýmist tré- eða gipsveggir með einfaldri klæðning með loftun við gólf og loft. Aðrir veggir verða með steyptri áferð, meðhöndlaðir (rykbundið glært). Gólf verða lökkuð og loft verða með steyptri áferð.
Íbúðir:
Íbúðir verða fullfrágengnar fyrir utan gólfefni samkvæmt. neðangreindu, þó verða gólf baðherbergja og þvottahúsa flísalögð.

Aukin lofthæð er í öllum íbúðum ca 280 cm. Allar gólfplötur eru að lágmarki 22 cm þykkar sem veitir betri hljóðeinangrun milli hæða. Útveggir eru einangraðir að innan síðan tvöföld grind klædd tvöföldu gipslagi til að auka hljóðvist innan íbúða. Allir milliveggir eru klæddir fjórföldu gipslagi á blikkgrind þ.e 2+2. Rakahelt gips er í votrýmum. Íbúðir verða málaðar ljósum lit. Í öllum íbúðum verður mynddyrasími.
Hurðir: 
Hurðir verða yfirfelldar spónlagðar með eik af vandaðri gerð og með yfirhæð (210 cm).
Innréttingar:
Fataskápar og baðinnréttingar eru sérsmíðaðar frá Parka ehf. Eldhúsinnréttingar eru frá Innex, borðplötur plastlagðar með yfirfelldum vask og einnar handar blöndunartæki (sveiflu). Ekki er hægt að gera breytingar eftir að búið er að panta eða innrétta viðkomandi íbúð.
Raftæki:
Helluborð, vifta og ofn eru af vandaðri gerð frá AEG eða sambærilegt.

Vatnsalerni, vaskar og blöndunartæki:
Vatnssalerni verða upphengd af vandaðri gerð, vaskar verða felldir í borð. Blöndunartæki eru einna handar af vandaðri gerð. Hitastýrð tæki á baðherbergjum með öryggisvörn.
Ofnakerfi:
Hefðbundið hitakerfi eru í íbúðum með vönduðum hitastillum (Danfoss eða sambærilegt).
Flísalögn:
Flísar verða af vandaðri gerð, ílangar, ljósar á veggum og dökkar á gólfum.
Umhverfismál:
Mikil áhersla er lögð á allar íbúðir njóti mikils útsýnis til suðurs og vestur. Skipulagshöfundar svæðisins í samstarfi við Urriðaholt ehf hafa lagt mikla áherslu á umhverfisvænan byggingarmáta og eru enginn pvc rör notuð í grunnlagnir og engin galvanaseruð efni í t.d handrið.  Málning er blýlaus. Vatnsgildrur eru í frárennsli húsa sem síar frárennslið svo hægt sé að hleypa því aftur í umhverfið.
Annað:
Vélræn loftræsting er í lokuðum rýmum. Læsanlegur lyfjaskápur er í öllum íbúðum. Slökkvitæki og reykskynjarar eru þar sem við á samkvæmt eldvarnakröfum. Smávægilegt misræmi getur verið á málum frá samþykktum teikningum vegna veggþykkta og þess háttar.
Hönnun:
Aðalhönnuðir eru Úti og Inni arkitektar ehf, burðarþols og lagnahönnun er hjá Hnit ehf verkfræðistofu og raflagnahönnun hjá Verkhönnun ehf. 

 
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Tómas sölufulltrúi í síma 895-9120 eða bjarni@fstorg.is

 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39