Grímsstaðir Norður, 660

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1107 daga á skrá

Verð 780,0
Stærð
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm
Skráð 20.12.2016
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár
mbl.is

Höfði fasteignasala kynnir:

SELT!

Grímsstaðir á Fjöllum
- stutt kynning 

Grímsstaðir 1- Norðurþing landnúmer: 154348 - Jörð  (fast. 216-6947) 9/18 hlutar heildarlands hinnar gömlu Grímsstaðajarðar.

Grímstunga - Norðurþing landnúmer: 154351 - Jörð   (fast. 216-6965) 5/18 hlutar heildarlands hinnar gömlu Grímsstaðajarðar, (88,75%  til sölu). 
Grímstunga 2 - Norðurþing landnúmer: 154352 - Jörð  (skráður 25% eignarhluti í óræktuðu landi jarðarinnar Grímstungu).
Hlutur ríkisins er 4/18 hlutar heildarlands hinnar gömlu Grímsstaðajarðar sem er ekki til sölu.

Stærð: Grímsstaðir er ein stærsta jörð landsins, eða u.þ.b. 306 ferkílómetrar. Sá eignarhluti sem nú er til sölu er því um 228 ferkílómetrar. 228 ferkílómetrar eru 22.800 hektarar. Lega: Grímsstaðir á Fjöllum eru við krossgötur á hálendinu norðan Vatnajökuls, einungis 4 km frá þjóðvegi 1 við veg 864, Dettifossveg. Grímsstaðir eru fjarri byggð, og því friðsæld mikil, en um leið er stutt í afar vinsæla og áhugaverða ferðamannastaði. Egilsstaðir eru u.þ.b. 120 kílómetra í suðri, en Mývatn um 40 kílómetra í vestri. Grímsstaðir eru að mestu leyti háslétta, fjallakyrrðin allsráðandi og útsýni ægifagurt og víðsýni til allra átta, meðal annars er hvergi betra að sjá Herðubreið. Stutt er í Vatnajökulsþjóðgarð (stærsta þjóðgarð Evrópu), bæði í norðri (Jökulsárgljúfur) og í suðri (meginhluti þjóðgarðsins), og því liggur jörðin að (og er hluti af) einu stærsta, ósnortna víðerni Evrópu. Landamerki jarðarinnar í vestri markast af Jökulsá á Fjöllum, talið í tugum kílómetra, líklega um 25 kílómetra. Dettifoss, er u.þ.b. 15 mínútna akstur frá jörðinni, en Herðubreiðarlindir og Herðubreið um 1,5 klst. í akstri, og Askja um 2,5 klst. Stutt er í Ásbyrgi, Hljóðakletta, Jökulsárgljúfur, Jarðböðin við Mývatn, Fjallakaffi í Möðrudal, og svo mætti lengi telja.  Á jörðinni skiptast á mýrar, grösugar heiðar, mólendi, sandar og melar. Þar eru margar ferskvatnsuppsprettur. Fjórar bergvatnsár renna um jörðina og útí Jökulsá á Fjöllum. Á jörðinni er flugvöllur sem þolir léttari vélar. Verðmæti: Vatnsréttindi jarðarinnar eru mikil, landamerki jarðarinnar meðfram Jökulsá á Fjöllum er um 25 kílómetrar að lengd. Jökulsá á Fjöllum er ein vatnsmesta á landsins. Margt kemur til greina varðandi ferðaþjónustu á svæðinu, svo sem hótelrekstur, bændagisting, hestaleiga, jeppaakstur til ferðamannastaða á hálendinu. Möguleikar á vetrarferðaþjónustu eru ekki síðri t.d. jeppaferðir, sleðaferðir og fleira. Grímsstaðir á fjöllum er einn besti staðurinn til að upplifa norðurljósin á Ísland. Mikið er um ferskvatn á jörðinni. Veiði á rjúpu og gæs getur verið mjög góð, en einnig er staðbundin bleikja í 3-4 ám sem verður allt að 7 pund. Aðstaða til fluguveiði er frábær. Möguleikar gætu falist í margs konar búskap. Með tilkomu nýrrar borunartækni er sjálfsagt að horfa til þess að finna heitt vatn í jörðu, kannski fleira. 
Allar nánari uppl. veitir: Jóhann Friðgeir GSM: 896-3038
e-mail: johann@hofdi.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57
Mynd 58
Mynd 59
Mynd 60
Mynd 61
Mynd 62
Mynd 63
Mynd 64
Mynd 65