Gnoðarvogur 14, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 2 daga á skrá

Verð 24,5
Stærð 64
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 382
Skráð 18.8.2015
Fjarlægt 20.8.2015
Byggingarár 1959
mbl.is

FASTEIGNAKAUP KYNNIR :

Fallega og vel skipulagða 64,2m2 íbúð á 3. hæð í Gnoðarvogi 14 í Reykjavík.

Íbúðin er tveggja herbergja og í mjög vel við höldnu húsi. 

Eignin skiptist í: Forstofu, stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. 

Nánari lýsing: 

Forstofa með dúk á gólfi ásamt tveimur fataskápum. 

Stofan er opin og björt með góðum nýjum gluggum og dúkur á gólfi. Útgengt á stórar suð-vestur svalir. Þar sem íbúðin er endaíbúð er útsýni í þrjár áttir. 

Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu með góðu skápaplássi og tvöföldum vaski. Góður borðkrókur. Dúkur á gólfi og nýr gluggi. 

Baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti árið 2002 og er nú flísalagt í hólf og gólf með baðkari sem nýtist einnig sem sturta. Nýtt gler sett í glugga árið 2009. 

Svefnherbergi er rúmgott með dúk á gólfi og fínu skápaplássi. 

Með íbúðinni fylgir 4,8 m2 geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara með miklu þurrkplássi og stór hjólageymsla. 

Allar hliðar blokkarinnar nema vesturhliðin hafa verið klæddar, en vesturhliðin var tekin í gegn á árunum 2008-2009. Þá voru m.a. svalir rúmlega tvöfaldaðar að stærð, skipt um glugga og dren auk þess sem aðgengi að húsinu var stórbætt. 

Stutt er í alla þjónustu í Glæsibæ og Skeifunni ásamt skóla, leikskóla, íþróttir og útivist í Laugardalnum.

EIGN SEM ÞESS VIRÐI ER AÐ SKOÐA.

****Getum bætt við okkur öllum gerðum eigna til sölumeðferðar, komum og skoðum og söluverðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu***** 

Nánari upplýsingar veitir Fasteignakaup í fasteignakaup@fasteignakaup.is eða Sirrý í síma 824-4760.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% við fyrstu kaup einstaklinga) / 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari uppl. á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr 45.000. auk vsk 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31