Víðigerði við Kraumu - Jörð, 320

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 165,0
Stærð 1.917
Tegund Annað
Verð per fm 86
Skráð 1.11.2023
Fjarlægt 17.11.2023
Byggingarár
mbl.is

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344 og Fasteignaland kynna: Húsið Víðigerði sem staðsett er á jörð við Deildartunguhver í Borgarfirði. Mjög gott og vel skipulagt fimm svefnherbergja hús sem er töluvert endurnýjað með tvöföldum bílskúr. Matarvagn með rekstraleyfi stendur við gróðurhúsin á lóðinni. Nokkur gróðurhús fylgja með í kaupunum ásamt pökkunarskemmu og verkstæðishúsi. Veitingavagninn er staðsettur við Deildartunguhver við Kraumu sem er mjög fjölsóttur ferðamannastaður. Frábært tækifæri fyrir aðila sem vilja halda áfram uppbyggingu á rekstri matarvagnsins og gróðurhúsa eða hafa einhverjar aðrar hugmyndir um nýtingu eignarinnar sem samræmist deiliskipulagi svæðisins. Einnig er hægt að vera með gistingu í húsinu. Jörðinni fylgir þinglýstur réttur til 2sek af heitu vatni úr hitaveitu svæðisins. Einbýlishúsið er skráð:136 fm og skiptist þannig: Stofa, eldhús, borðstofa, tvö baðherbergi, fimm svefnherbergi. Búið er að sameina geymslu og bílskúr í eitt rými og er það 50,7fm. Samtals er húsið því 187,6 fm. Sjá má grunnmynd af húsi í myndum.  Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og hronn@fasteignaland.is.

Nánari lýsing eignar:
Einbýlishús: Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi, inn af anddyri er baðherbergi með sturtu. Stórt svefnherbergi er innaf forstofu. Fjögur önnur rúmgoð svefnherbergi, stofa, eldhús, borðstofa og baðherbergi með baðkari. Útgengt úr stofu út á stóra suðurverönd með heitum potti. Baðherbergið er flísalagt með baðkari. Fallegt og töluvert endurnýjað hús með fimm svefnherbergjum. Stór tvöfaldur bílskúr. Snyrtilegt er í kringum húsið en það stendur hærra í lóðinni en aðrar byggingar og er aðeins frá gróðurhúsunum.

Gróðurhúsin eru fimm. Stærsta húsið er í notkun og í hluta þess er búið að útbúa aðstöðu fyrir matargesti matarvagnsins. Ástand gróðurhúsa er misjafnt og ekki eru öll í notkun. 
Matarvagninn var byggður og settur upp 2019 og er með stórri verönd fyrir framan og aðstöðu fyrir gesti til að sitja úti. Góður vaxandi rekstur er á matarvagni og kjörið tækifæri fyrir áhugasama aðila að láta hann vaxa enn frekar. Einnig er hægt að auka ræktun í gróðurhúsum fyrir eigin notkun og eða sölu á staðnum. Gott pökkunarhús er tengt gróðurhúsum. Þá er einnig stór verkstæðisskemma sem hægt er að nota fyrir viðhald og annað sem vill.
Sundlaug er við enda gróðurhúsanna sem þarfnast standsetningar.
Jörðin er leigujörð til 50 ára og gerir deiliskipulag ráð fyrir ylrækt og ferðaþjónustu á jörðinni.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir aðila sem að vilja taka við rekstir sem er í hröðum vexti og margir möguleikar á svæðinu fyrir öfluga og hugmyndríka aðila. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og hronn@fasteignaland.is.

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér og í s.692-3344.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31