Merkihvoll 1, 851

Fjarlægð/Seld - Eignin var 52 daga á skrá

Verð 30,9
Stærð 80
Tegund Sumarhús
Verð per fm 389
Skráð 26.2.2024
Fjarlægt 19.4.2024
Byggingarár 2004
mbl.is

Mekihvoll 1. 851 Rangárþing ytra. Landssveitin. Fallegt 79.5 fm (92.5 fm) bjálkahús á tveimur hæðum að hluta og er það byggt á steyptum grunni sem er með skriðkjallara undir. Flott útsýni og fjallasýn er úr húsinu þar sem það stendur nokkuð hátt á 4.410 fm endalóð í götunni.
Frábært fjölskylduhús þar sem það geta auðveldlega verið 4 og jafnvel 5 svefnherbergi í því og því hentar húsið einnig vel fyrir hestafólk og ferðaþjónustu.
 
Um er að ræða sumarhús sem er skiptist í 57.8 fm neðri hæð og 21.7 fm efri hæð og er það skráð 79.5 fm samkvæmt HMS og var byggt 2004.
Einnig er óskráð um 13 fm viðbygging við húsið sem skiptist í svefnherbergi og Saunaklefa / gufubað, sem mætti breyta í herbergi, þannig að eignin er samkvæmt því um 92.5 fm og getur verið með allt að 5 svefnherbergjum fyrir þá sem þess þurfa.  

Í húsinu er rafmagnshitatúpa fyrir neysluvatn og það er upphitað með rafmagnsofnum þannig að það er engin hætta á að hitalagnir frostspringi.
Einnig er góð kamína sem er fljót að hita húsið upp þegar þess þarf.
Húsið stendur á steyptum sökkli og er með skriðkjallari / lagnakjallara undir sem er mjög þægilegt að hafa til að komast að lögnum.
Sér borhola er fyrir kalda vatnið. Húsið skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa með furuplönkum á gólfi, fatahengi.  Baðherbergi með flísum á gólfi og sturtu.  Svefnherbergi með furuplönkum á gólfi.  Eldhúsið er rúmgott með furuplönkum á gólfi, viðarinnréttingu með sambyggðri eldavél.  Stofan er með furuplönkum á gólfi, góðri lofthæð, fallegri kamínu og útgengi á mjög stóra verönd / sólpall.
Stigi er upp á efri hæðina sem er yfir hluta hússins eins og sést á myndunum og þar er eitt mjög rúmgott 21.7 fm svefnherbergi í dag.
Það mætti skipta þessu herbergi í tvö góð herbergi með frábæru útsýni.
 
Af sólpallinum er gengið inn í viðbyggingu sem er um 13 fm og skiptist hún í svefnherbergi og sauna (gufubað) sem ekki inn í fm stærð hússins..
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.
Stór sólpallur er við húsið með skjólgirðingu og er hann skráður 97 fm að stærð. 
Lóðin er 4.410 fm endalóð í götunni og stendur nokkuð hátt þannig að það er frábært útsýni og fögur fjallasýn úr húsinu. 
Lóðarleiga er um kr. 70.000 á ári.
Þetta er falleg eign á frábærum stað og hentar húsið vel sem fjölskylduhús fyrir litlar og stærri fjölskyldur, hestafólk og ferðaþjónustu. Glæsilegt útsýni og fjallasýn. Eigandi er tilbúin að skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri.

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali, s. 893 1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali, s. 898-0508, netfang: arni@fasteignaland.is
Björgvin Þór Rúnarsson, löggiltur fasteignasali, s. 855-1544, netfang: bjorgvin@fasteignaland.is
Vilhjálmur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s. 822-8183, netfang: villi@fasteignaland.is
Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali, s. 692-3344, netfang: hronn@fasteignaland.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35