Hjálmholt 10, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 89,9
Stærð 193
Tegund Hæðir
Verð per fm 466
Skráð 5.6.2020
Fjarlægt 11.6.2020
Byggingarár 1963
mbl.is

Opið hús: Hjálmholt 10, 105 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 9. júní 2020 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

LIND fasteignasala kynnir virkilega bjarta, fallega og mikið endurnýjaða neðri sérhæð ásamt bílskúr í fallegu tvíbýlishúsi við Hjálmholt 10 í Reykjavík. Fimm rúmgóð svefnherbergi , gestasalerni og baðherbergi.  Glæsileg eign í fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Stutt í alla helstu þjónustu. Ísaksskóli og Háteigsskóli i göngufæri. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 161 m2 ásamt 32 m2 bílskúrs. Samtals 193 m2.

Nánari lýsing.

Forstofan er mjög rúmgóð með vinyl parketi á gólfi og innbyggðum eldri fataskáp með rennihurðum.
Forstofuherbergið er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Gestasalerni með flísalögðu gólfi og uppá miðja veggi, litill vaskur og salerni.
Þvottahús með máluðu gólfi og flísalögðum veggjum að hluta til. 
Geymsla undir stiga.

Svefnherbergisgangur með harðparketi á gólfi og innbyggðum hillum.
Baðherbergi með epoxi máluðum flísum á gólfi og veggjum, ágætis innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu.nýleg blöndunartæki.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með harðparketi á gólfi og hvítum fataskápum.
Herbergi með harðparketi á gólfi.

Stofa með harðparketi á gólfi og útgengii út á rúmgóðar svalir til suðurs.
Rúmgott herbergi er innaf stofu með harðparketi á gólfi og hvítum fataskápum ( notað í dag sem hjónaherbergi)
Eldhúsið er opið inn í stofu með fallegri hvítri innréttingu með mjög miklu skápaplássi og ljúflokunum á skúffum, Elica háfur, AEG ofn í vinnuhæð ásamt AEG span helluborði. Gert er ráð fyrir breiðum ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Rúmgóður tækja og búrskápur. Stór eyja sem hægt er að sitja við með skúffum öðrum megin með ljúflokunum.

Bílskúr með steyptu gólfi. Rafmagn, heitt og kalt vatn og skolvaskur.
Sérgeymsla í sameign með hillum.

Framkvæmdir síðustu ár.
2009
húsið málað að utan.
2017 allar raflagnir endurnýjaðar í íbúð ásamt rafmagnstöflu.
2017 eldhúsið endurnýjað með innréttingum og fataskápum frá HTH , tæki frá AEG 
2017 nýtt parket.
2017 innihurðar frá Birgisson.


Þetta er virkilega falleg hæð í fallegri og rólegri götu sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veita Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26