Skólavörðustígur 16, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 115,0
Stærð 123
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 937
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 1995
mbl.is

Heimili fasteignasala kynnir í einkaöslu:  Einstök útsýnisíbúð á efstu hæð í vönduðu lyftuhúsi við Skólavörðustíg í Reykjavík. Íbúðin er með mikilli lofthæð og skemmtilegum karakter. Hún er á tveim hæðum og með rúmgóðum suð-vestur svölum með fallegu útsýni. Sér bílastæði fylgir í lokaðri og upphitaðri bílageymslu á jarðhæð hússins. 

Allar upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, finnbogi@heimili.is


Á hæðinni eru aðeins tvær íbúðir. Komið er inn á neðri hæð íbúðarinnar. Anddyri með parketi og fataskápum. Stofa með parketi og mjög fallegu útsýni til norðurs að Esjunni og út á sundin blá. Borðstofa með parketi á gólfi, glæsilegt útsýni til vesturs yfir borgina og út á haf allt til Reykjanes. Út frá borðstofu/eldhúsi er útgengi á rúmgóðar og flísalagðar svalir til suðversturs. Eldhúsið er opið við borðstofuna, það er parketlagt og með sprautulakkaðri innréttingum með burstuðu stáli á milli skápa. Tengi fyrir uppþvottavél. Gestasnyrting með flísum á gólfi, innrétting og skápur.
Fallegur og vel hannaður hringstigi úr stáli er upp á efri hæðina. Komið er upp á stigapall og er þaðan horft niður í stofurnar á neðri hæðinni. Barnaherbergi er parketlagt og með góðum fataskápum.  Stórt baðherbergi flísalegt í hólf og gólf, mikil lofthæð og skemmtilegur þakgluggi með fallegri ofanbirtu, baðkar með sturtuaðstöðu og innréttingar. Þvottaaðstaða er innaf baðherberginu. Hjónaherbergi er rúmgott, parketlagt og með fataskápum. Mjög fallegt útsýni er frá hjónaherberginu yfir borgina og á Hallgrímskirkju. Veggir úr herbergjum að stofunum er úr gleri og er hægt að horfa yfir stofurnar úr herbergjunum.
Á jarðhæð er sér bílastæði í upphitaðri bílageymslu, í henni eru einungis tvö bílastæði og hún mjög rúmgóð. Sér geymsla er í kjallara hússins og er hún með hillum.  Innbú getur fylgt með íbúðinni.

Húsið að utan virðist í góðu ástandi og sameign er öll til fyrirmyndar. Staðsetning eignarinnar er einstök í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er í alla þjónustu og iðandi mannlíf.


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48