Svarfhóll, 301

Fjarlægð/Seld - Eignin var 250 daga á skrá

Verð 190,0
Stærð 5.060.444
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 0
Skráð 24.2.2021
Fjarlægt 1.11.2021
Byggingarár
mbl.is

Borg fasteignasala kynnir til sölu 50% hlutur í félaginu Svarfhóll ehf.  í jörðinni sem heldur utan um jörðina ásamt öllu því sem henni fylgir og fylgja ber þ.m.t. útihús ofl.sem á jörðinni Svarfhól í Hvalfjarðarsveit. Innan við 40 mínútna akstur frá höfðuðborgarsvæðinu (landnúmer 133207-199930).

Jörðin Svarfhóll sem er skráð 464,9 hektarar, er mikil hlunninda jörð. Þar eru 60 sumarhúsalóðir, heitt vatn, jörðin nýtur tekna lax og silungsveiði úr Laxá og þar er stunduð skógrækt.  (Jörðin á 10% í ánni Laxá í Leirársveit) Svarfhóll á 2,38% í hitaveitu Hvalfjarðarsveitar.

Staðsetning:
Svarfhóll er staðsettur í sunnanverðum Svínadal milli Hurðarbaks og Saurbæjarlands. Bæjarstæðið er sérlega fallegt og stendur á hæð fyrir miðju jarðarinnar. Sunnan og suðvestur af bænum er Miðfellsmúlinn gróinn og með bröttum tilkomu miklum hlíðum. Landnæði er gott afgirt og framræst tún, lengi vel var rekin blómlegur búskapur á jörðinni. Óræktað land skiptist í holt, og mýrarfláka. Landið er gróið og þýft en auðvelt yfirferðar.

Íbúðarhús:
er reisulegt með stórum tvöföldum bílskúr byggt 1987 hefur fengið mjög gott viðhald. Íbúðarhúsið standur á sérstakri lóð og er ekki í félaginu en 50% hlutur í því sé til sölu. Er í dag er húsið í langtíma leigu.

Útihús:
líta vel út, uppistandandi er fjós og í viðbyggingu var eitt sinn íbúð. Mikill fóðurturn er við hlið útihúsa. Hin seinni ár hafa útihúsin verið öðru hverju notuð undir hross.

Laxveiði:
Jörðin á um 10% hlut í laxveiði félaginu Laxá Leir. Sem hefur um langt árabil verið eina af bestu laxveiðiám landsins. Glæsilegt vel búið veiðihús er eigu félagsins, staðsett neðarlega í
Svínadalnum.

Hitaveita:
Svarfhóll á einnig í Hitaveitu Hvalfjarðarsveitar, eða um 2,38%. Hitaveita er að öllum sumarhúsum í landi Svarfhóls.

Landnæði:
Ræktað land er umfangsmikið en túnin hafa verið slegin þar á hverju sumri. Flestar girðingar í góðu standi ásamt því að tré marka oft túnin. Skógur er víða orðinn þéttur og veitir gott skjól.

Sumarhúsalönd:
U.þ.b 60 sumarhúsalóðir ásamt sumarhúsum á eru í landi Svarfhóls, aðgangi er stýrt inn í sumarhúsalandið með innhringihliði. Í flestum tilfellum er um leigulóðir að ræða en nokkrar lóðir voru seldar út úr landinu á sínum tíma. Búið er að skipuleggja nokkrar lóðir til viðbótar en nægt landsvæði er til staðar til að efla byggðina en frekar.

***Það er ljóst að hér er afar áhugaverður kostur fyrir fjárfesta eða áhugafólk um skógrækt eða ferðaþjónustu***
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   
 
Allar upplýsingar um eignina veita Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á hedinn@fastborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33