Lautasmári 8, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 16 daga á skrá

Verð 78,5
Stærð 161
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 488
Skráð 21.4.2021
Fjarlægt 7.5.2021
Byggingarár 1997
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Eignamiðlun og Þóra Birgisdóttir lggf. kynna nýja eign í einkasölu á vinsælum stað í Smárahverfinu.
Um er að ræða 2ja íbúða eign í rólegu fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílageymslu. Húsið sjálft er steinsteypt, byggt árið 1997, steinað og viðhaldslítið að utan. Eignin sem er skráð íbúð á 2 hæðum er með eitt fastanúmer en er í dag innréttuð sem tvær sjálfstæðar einingar, annarsvegar 3ja herbergja íbúð sem nýtir stæði í bílageymslu auk 2ja herbergja íbúðar á jarðhæð með útgengi á suður-verönd sem er sér afnotareitur þessarar eignar.

Eignin er skráð 160,7 fm skv. skrá fasteignamats ríkisins og skiptist þannig;
·         3ja herbergja íbúð á 1. hæð (hálf hæð upp frá inngangi) stærð 87,4 fm
·         2ja herbergja íbúð á jarðhæð (gengið hálfa hæð niður frá inngangi) stærð 54,1 fm.
·         Geymsla á jarðhæð stærð 3,7 fm.
·         Stæði í lokaðri bílageymslu – skráð 15,5 fm.
Nánari lýsing; 3ja herbergja íbúðin er mikið endurnýjuð, eldhús nýlega yfirfarið, filmað á vandaðan máta með innfelldri uppþvottavél og plássi fyrir tvöfaldan ísskáp, góð vinnuaðstaða og gluggi mót suðri. Gott pláss fyrir borðstofu næst eldhúsinu. Stofan er opin og björt með gluggum á tvo vegu, í vestur og suður, gengið er út á rúmgóðar suður svalir frá stofu. Svefnherbergi eru 2, rúmgott hjónaherbergi með opnum fataskápum og gluggum á tvo vegu, barnaherbergi með fínum fataskáp. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, góð innrétting og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, gluggi með opnanlegu fagi, smart lýsing.
Nánari lýsing; 2ja herbergja íbúðin er vel skipulögð og mikið endurnýjuð; komið er inn í forstofu/hol þar sem ágætt rými er t.d. fyrir skrifborð/vinnuaðstöðu.
Svefnherbergi er stórt með góðum fataskáp og glugga til suðurs. Stofa og eldhús er í sameiginlegu, rúmgóðu rými/herbergi með gluggum á tvo vegu, suður og vestur, út frá stofunni er gengið út á hellulagða verönd mót suðri sem er sér afnotareytur þessarar íbúðar. Eldhúsið er nýtt með innfelldri uppþvottavél. Baðherbergi er rúmgott, nýlega uppgert með sturtu, upphengdu salerni og innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurkara. Þetta rými var áður þvottahús þegar íbúðin var nýtt sem ein heild. Í holinu er hringstigi milli hæðanna en lokað hefur verið fyrir opið milli hæða en mögulegt er að opna aftur og nýta báðar eignirnar saman sem eina stóra íbúð. Seljandi getur afhent eignina sem eina íbúð (opnað milli hæða og gengið frá umhverfis stigaop).
Báðar íbúðirnar voru mikið endurnýjaðar, svo sem gólfefni og baðherbergi, nýtt eldhús á neðri hæðinni, innihurðir og innleitt rafstýrt smart-kerfi fyrir gardínur, ljós og inngang í báðar íbúðirnar.
Geymsla: Sérgeymsla, 3,7 fm er á jarðhæð í sameign, þar er einnig sameiginleg vagna/hjólageymsla.
Eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu, búið er að leggja 3ja fasa rafmagn að stæðinu og setja upp hleðslustöð sem getur fylgt.
Frábær staðsetning í Smárahverfinu í Kópavogi og stutt í alla þjónustu, leikskóla, skóla, íþróttir, verslanir og heilsugæslu.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir lggf. s. 777-2882 eða thora@eignamidlun.is 

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29