Túngata 36a, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 159,0
Stærð 203
Tegund RaðPar
Verð per fm 784
Skráð 19.9.2023
Fjarlægt 29.9.2023
Byggingarár 1937
mbl.is

Þórhallur Viðarsson löggiltur fasteignasali og REMAX kynna Túngötu 36a, glæsilegt parhús á þremur hæðum með tveggja herbergja aukaíbúð í hluta kjallara. Glæsileg eign á rólegum og góðum stað í Vesturbænum, stutt er í alla helstu þjónustu.

Birt stærð skv Þjóðskrá Íslands: 202,7 fm.

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Smelltu hér til að skoða húsið í 3D.


Nánari lýsing 1. hæðar (66,0 fm):
Forstofa: Flísalögð með fatahengi. Stigi niður í kjallara.
Baðherbergi: Flísalagt með ljósri innréttingu, vegghengdu salerni, rúmgóðri sturtu og handklæðaofni.
Samliggjandi stofur: Parketlagðar, stórar og bjartar, sérsmíðuð barinnrétting í borðstofu.
Eldhús: Flísalagt og bjart hvítri sérsmíðaðri innréttingu með burstuðu stáli og graníti á borðum.
Stigi: Steyptur stigi með kókosteppi liggur upp á 2. hæð.

Nánari lýsing 2. hæðar (65,5 fm):

Stigapallur: Parketlagður, útgengt er á svalir til vesturs með frábæru útsýni. Svalir voru endurbyggðar og stækkaðar árið 2002.
Hjónasvíta: Parketlögð, rúmgóð með góðum skápum og sér baðherbergi með sturtu.
Svefnherbergi I: Parketlagt með skáp.
Svefnherbergi II: Parketlagt.
Háaloft: Niðurfellanlegur stigi upp á einangrað geymsluloft er á stigapalli.

Nánari lýsing kjallara (71,1 fm):

Gengið er niður í hluta af kjallara úr forstofu, þar er hol, önnur forstofa, þvottahús og geymsla.
Í restinni af kjallaranum er tveggja herbergja auka íbúð með sérinngang. Í henni er nýbúið að endurnýja eldhús og bað. Ekki er innangengt milli íbúða.

Frá árinu 2000 hefur húsið að mestu verið gert upp:
2000 Allir gluggar endurnýjaðir
2002-2003 Allar raflagnir og pípulagnir endurnýjaðar.
2002-2003 Gólfhiti lagður í eldhús, baðherbergin og forstofu.
2002-2003 Frárennsli fóðrað út í götu.
2002-2003 Svalir endurbyggðar.
2002-2003 Einangrun endurnýjuð að stærstum hluta og þak einangrað.
2016-2017 Gólfefni endurnýjuð, parket, flísar og teppi.
2020 Lóðin tekin í gegn og gerður sólpallur við sunnanvert húsið.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Þórhallur Viðarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 696-6665 eða thorhallur@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar, nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41