Þingás 27, 110

Fjarlægð/Seld - Eignin var 97 daga á skrá

Verð 125,0
Stærð 180
Tegund Einbýli
Verð per fm 693
Skráð 24.3.2023
Fjarlægt 30.6.2023
Byggingarár 1984
mbl.is

Eignin er seld og er í fjármögunarferli.

Lind fasteignasala kynnir afar fallegt og vel skipulagt 180,4 fermetra 6 herbergja einbýlishús á einni hæð, þar af 24,0 fermetra bílskúr, við Þingás 27 í Reykjavik. Aukin lofthæð er yfir aðalrýmum hússins og góðir gluggar sem hleypa inn mikilli birtu. Um er að ræða frábært fjölskylduhús með fjórum svefnherbergjum inn af svefngangi. Margir inngangar eru inn í húsið, m.a. beint inn í rúmgott þvottaherbergi og út á hellulagða verönd í bakgarði. Rúmgott baðherbergi og gestasnyrting.

Húsið hefur fengið afar gott viðhald í gegnum árin. M.a. var þakið endurnýjað fyrir u.þ.b. 7 árum síðan (skipt um tré, dúk og járn ásamt því að einangrun var alveg endurnýjuð). Það var baðherbergið endurnýjað árið 2010 og skipt um gólfefni hússins. Auk þess hefur verið skipt um alla ofna í húsinu. Gluggar og hurðir í húsinu eru úr mahony við. 

Lóðin er 675,0 fermetrar að stærð og vel hirt. Hellulagðir göngustígar fyrir framan hús og bílastæði fyrir framan bílskúr. Tyrfðar flatir með fallegum gróðri og hellulögð verönd í skjólgóðum bakgarði. Hægt er að ganga inn í bílskúr að framan og aftan.

Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is


Nánari lýsing:
Forstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi og glugga til norðurs.
Gestasalerni: Með flísum, salerni, vask og glugga til norðurs.
Sjónvarpsstofa: Með flísum á gólfi og glugga til suðurs. Er opin að hluta við rúmgott alrými.
Stofa: Með flísum á gólfi og aukinni lofthæð. Falleg nýleg kammína og gluggar til suðurs og vesturs. Útgengi á hellulagða verönd í bakgarði.
Borðstofa: Með flísum og gólfi og aukinni lofthæð. Góðir gluggar til vesturs og norðurs.
Eldhús: Gengið inn í eldhús frá borðstofu og sjónvarpsrými/holi. Falleg beyki eldhúsinnrétting með lýsingu undir efri skápum. Siemens bakaraofn, Siemens combi ofn, tengi fyrir uppþvottavél og Siemens keramik helluborð. Flísar á milli skápa, góður borðkrókur og gluggar til norðurs. 
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél/þurrkara. Gengið er inn í þvottaherbergi frá eldhúsi og sér inngangur frá framlóð hússins. Gluggi til norðurs.
Búr/geymsla: Gengi inn frá eldhúsi. Flísar á gólfi og hillur.
Svefngangur: Með flísum á gólfi.
Svefnherbergi I: Með flísum á gólfi og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II: Með flísum á gólfi og glugga til austurs.
Svefnherbergi III: Með flísum á gólfi og glugga til austurs.
Hjónaherbergi: Með flísum á gólfi, gluggum til vesturs og útgengi á hellulagða verönd í bakgarði.
Fataherbergi: Inngengt frá hjónaherbergi. Flísar á gólfi og gluggi til austurs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta. Baðkar með sturtutækjum. Upphengt salerni og handklæðaofn. Falleg innrétting við vask, speglaskápur og gluggi til vesturs.

Bílskúr: Er 24,0 fermetrar að stærð. Inngangshurð að framan og aftan. Upphitaður og gluggi til vesturs. Geymsluloft er yfir bílskúr.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40