Flókagata 57, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 52,9
Stærð 120
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 442
Skráð 3.10.2020
Fjarlægt 13.10.2020
Byggingarár 1950
mbl.is

***BÓKIÐ SKOÐUN Í GSM. 699-4610**
Fasteignasalan TORG kynnir:  Fallega, rúmgóða og bjarta,  3ja herbergja íbúð  með sérinngangi á jarðhæð við Flókagötu 57.   Húsið er glæsilegt og mjög vel staðsett í höfuðborginni.  Mjög fallegur og stór garður. Íbúðin er skráð   samkvæmt þjóðskrá 119,7 fm.  og þar af er 2,3 fm geymsla undir stiganum.  Íbúðin getur losnað fljótlega.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali  í gsm 699-4610 eða siggarut@fstorg.is 


Nánari lýsing: 
Forstofa: Gengið er niður nokkrar steyptar tröppur og gengið inn um sérinngang. Falleg aðkoma og flísalagt gólf er á anddyri.Lítil opnanlegur gluggi er á forstofu.
Rúmgott forstofuhol.
Eldhúsið er rúmgott með U-laga innréttingu og límtrésborðplötu, málað á gólf. Góður borðkrókur við glugga. Tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergið er  gott með bæði sturtuklefa og baðkari,  upphengt salerni, flísar  á gólfi og vegg. Vaskur með innréttingu undir. Opnanlegur gluggi.
Hjónaherbergið er rúmgott og gott skápapláss. Gólfefni er korkur
Barnaherbergið er mjög rúmgott og gott skápapláss. Gólfefni er korkur
Stofa: Með glæsilegum bogaglugga og björt. Málað timburgólf.
Útigeymslan er undir stiga. 
Lagt hefur verið fyrir bæði breiðbandi og ljósleiðara.


Frábær staðsetning  á höfuðborgarsvæðinu þar sem Háteigsskóli og Ísaksskóli  Klambratún, Kjarvalsstaðir og miðbærinn  er í göngufjarlægð. Stutt í helstu stofnæðar
 Allar nánari upplýsingar veitir SIgríður Rut Stanleysdóttir, löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða
siggarut@fstorg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila,
en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og
ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19